07.08.2008 08:55
Heyskapartíðin!!

Heiðskírt veður og hiti yfir meðallagi er það sem við á Nesinu þekkjum vel eftir sumarið.
Hér er verið að vinna í heyjum fyrir útiganginn. Þar eru trúlega fáar FE. í rúllunni.
Ég hef enga tölu á þurrviðrisdögum sumarsins, en hitt veit ég að aldrei áður hef ég upplifað sumar, þar sem bændurnir gátu stýrt slættinum eftir þroskastigi grasanna og samantekt heyjanna eftir þurrefnisstiginu í þessum endalausu þurrkum. Í ár var gott að búa við mýrartúnin sem spruttu ágætlega þrátt fyrir úrkomuleysið. Nú, þegar loksins slær á þurrkinn, er eftir að hreinsa af beitartúnunum, slá rýgresi (seinni slátt) og lítilsháttar há er samt gott að vita að sá heyskapur skiptir litlu, enda trúlega þegar slegin met í Dalsmynni í heyskaparmagni og gæðum.
Og bygguppskeran lítur mjög vel út, en þar er nú kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið.

Skrifað af svanur