14.07.2008 23:39

Reykjavíkin og rigningin.


                 Síðasti áningarstaðurinn í Suðursveit við Jökulsárlónið.

 Það var brunað í bæinn í dag . Erindin voru nokkur en aðalerindið var að kaupa þvottavél í mjólkurhúsið.( mjaltaklútana.) Þó þvottavélin þar væri ung að árum  var hún steinhætt að vera til friðs og umdeilanleg fjárfesting að kaupa viðgerð á tæki sem kostar ekki meira (virðist vera einnota dót.). Þó umhverfið sé trúlega ekki þvottavélavænt og erfiður þvottur að þvo 40 + þvottaklúta var ákveðið að kaupa "alvörumerki" núna og vita hvort það entist lengur.

  Og þessi rigning sem við erum að fá er virkilega fín , ekkert of mikil og svo lítur út fyrir að seinnipartinn á morgun bresti á þurrkur sem hentar vel fyrir þá sem eiga eftir af  fyrri slættinum. Líklega verður Hestamiðstöðvareigandinn æstur upp í að láta slá allt sitt í Hrossholti og Söðulsholti og spurning hvort hér verið tekinn rýgresis/byggakurinn en í vor gerðum við tilraun til að sá saman rýgresi og byggi til sláttar. Ætlunin er að slá akurinn a.m.k. tvisar og nú er hann að komast í sláttuhæft ástand. En við viljum vera öruggir með 3-4 daga þurrk á rýgresið því það verður rúllað beint úr skárunum.

  Svo er plönuð hestaferð um helgin.
Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1623
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 976610
Samtals gestir: 69990
Tölur uppfærðar: 20.7.2025 00:02:30
clockhere