13.07.2008 22:01

Ættarmót .




                           Snilld fékk að hjálpa til við að koma kindunum á kerrunma.

 

         Ég læt mig nú oftast hafa það að mæta á ættarmót minna nánustu til að halda friðinn.
  Ég er hinsvegar innst inni, frekar ómannblendinn einfari og  fjarri mér að viðhalda nema nauðsynlegustu ættartengslum, þó skömm sé frá að segja og þessi ágætu og bráðnauðsynlegu samkomur höfða takmarkað til mín.
 Ættarmótið sem ég lenti á í gær var þó með þeim ánægjulegri. (Ég þori ekki að kveða fastar að orði, því nokkrir ættingjar mínir eru að slæðast hér inn á síðuna.)
 
 Í stað minnar ágætu fjölskyldu voru Vaskur og smalastafurinn á pallinum og 5 kindur í kerrunni.  Ég þurfti ekki að stoppa nema um hálftíma á ættarmótinu og það var ekki nóg með að mér væri borgað fyrir að fara aftur, heldur urðu allir svo glaðir að þeir klöppuðu fyrir mér.
 Og ég hef ekki hugmynd um hvaða ætt var þarna á ferðinni.
 
 

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere