29.06.2008 20:35

Sindri í sumarvinnuna.



  Sindri frá Keldudal er 3. vetra. M. Ísold frá Keldudal en hún ,móðir hennar og amma hafa allar fengið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Faðirinn er Hágangur frá Narfastöðum sem mun standa í ströngu á komandi Landsmóti.

  Svo er bara að bíða og sjá hvernig genin hafa raðast í folann en þar er nú aldrei neitt fast í hendi eins og menn vita. En geðslagið er gott og hann fer aðallega um á brokki og tölti. Og nú er hann mættur í sumarvinnuna sem er dálítið ólík vetrarvinnunni sem bíður hans.

  Það verður svo kannski rennt á mótið og fylgst með pabbanum og Ingólfi náttúrulega.

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere