27.06.2008 00:44

Meiri þurrkur og meindýrin.

    Það var rúllað í Hrútsholti og Söðulsholti samkvæmt áætlun í eins góðum þurrki og hægt er að hugsa sér.
Við rúllum með fastkjarnavél og höfum rúllurþvermálið 140 cm. Þetta þýðir um 40 % meira heymagn en í hefðbundnu rúllunum.(120 cm.) Hagkvæmnin sem næst með þessu í plöstun og allri meðferð er dálítil og veitir ekki af . Þessir þurrkar eru farnir að verða til vandræða sérstaklega fyrir þá sem búa við þurrlendari tún. Vinur minn á Barðaströndinni sem talaði við mig í dag sagði að stefndi í vandræði þar,  tún væru farin að brenna, enda ekki komið dropi úr lofti í 3 vikur + .

 Kvöldið var síðan tekið í að slá restina af Vallarfoxinu sem var farið að leggjast þó aðeins væri eftir í skrið.  Það á að rúllast seinnipartinn á morgun. Er þá lokið fyrri slætti fyrir kýrnar en hross og rollur geta étið það sem úti frýs eða þannig.
 Yngri bóndinn fór hinsvegar að glíma við yrðlinga á greni sem hann vann á mettíma í gærkveldi. En eins og fyrri daginn er lágfóta óútreiknanleg og grenið hátt í Hafursfellinu sem við vorum búnir að bóka autt, reyndist í fullri ábúð( reyndar nýflutt á það) þegar kíkt var á það til öryggis í gærkveldi.

   Því betur sem maður telur sig þekkja tófuna því meira kemur hún manni á óvart.

  
 
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere