27.05.2008 22:52

Grænkandi Akrar.




          
      Hér er sáningargræjan í öllu sínu veldi fullbúin, með tætara undir sáðvélinni og Atla Svein undir stýri.. Svona útbúin er hún keyrð á plógstrengina, tætt, sáð fræi og felldur niður áburður í sömu yfirferðinni. Vegna tímaskorts var tætarinn settur við aðra vél en með því jukust afköstin við sáninguna um nærri helming en hagkvæmnin minnkaði verulega. Sáð á 7.5 km hraða í stað sirk. 4 km.  Vinnslubreiddin er 4 m og er fræi og áburði komið út á akurinn og síðan sér sáningarmaðurinn um þetta einn. Óþarft er að taka fram að græjupakkinn er frá Jötun Vélum á Selfossi og svínvirkar náttúrulega...

    Þó vorið hafi verið önugt við okkur byggræktendur til að byrja með er hugsanlegt að þessi gósentíð frá sáningu bæti upp hversu seint var sáð. Nú grænka akrarnir hver á fætur öðrum og þetta lítur vel út . Undanfarin ár höfum við fengið kaldan þurrviðriskafla í maí sem hefur trúlega ekki virkað mjög vel á byggbúskapinn. Hann er ókominn enn.

    Já lífið er oft lotterí en akuryrkjan alltaf.
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 543
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 723195
Samtals gestir: 61251
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:26:33
clockhere