22.04.2008 23:36
Vorboðinn ljúfi.
Ég lét það nú ekki eftir mér að fara í kuldagallann þegar farið var að setja rúllur inn hjá kúnum eftir kvöldmatinn en norðanáttin var nöpur eftir hlýindin undanfarið. Það varð síðan minna úr skeljasandsakstri en til stóð. Beðið eftir frjótækni framundir hádegi og síðan kom upp skotferð í Borgó um kaffileytið. Það náðust þó að flytja um 80 - 100 tonn en verið er að setja 8 - 10 t.ha. í akrana og endurræktunina. Það var því geymt til morguns sem ljúka átti í dag sem er ekki ótítt að sögn húsfreyjunnar.
Restin af fræinu kom í dag og fyrsti áburðarfarmurinn á morgun en þetta er hluti af vorboðunum, þó þeir fiðruðu séu skemmtilegri og ódýrari. Nýræktirnar eru komnar með græna slikju sem verður hvanngræn um leið og gerir smádembu því nú er mykja á öllum túnum til að gefa þeim nú gott start fyrir sumarið. Og kalið sem ég var að angra mig á öðru hvoru í vetur virðist ekki hafa komið við á þessu svæði þetta árið.7-9-13 bank.
Sem sagt, eins og ég hef alltaf sagt tóm sæla og hamingja.(en pínu kalt.)
Restin af fræinu kom í dag og fyrsti áburðarfarmurinn á morgun en þetta er hluti af vorboðunum, þó þeir fiðruðu séu skemmtilegri og ódýrari. Nýræktirnar eru komnar með græna slikju sem verður hvanngræn um leið og gerir smádembu því nú er mykja á öllum túnum til að gefa þeim nú gott start fyrir sumarið. Og kalið sem ég var að angra mig á öðru hvoru í vetur virðist ekki hafa komið við á þessu svæði þetta árið.7-9-13 bank.
Sem sagt, eins og ég hef alltaf sagt tóm sæla og hamingja.(en pínu kalt.)
Skrifað af svanur