21.04.2008 19:07

Botnlaus blíða og bílasmíði.

 Í endurminningunni (framarlega í henni) voru vorin alltaf góð. Þau voru svona eins og líðandi blíðukafli, logn og hlýtt, þegar verið var að fara innanum lambféð sem bar náttúrlega oft útivið. Þá var stundaður hjarðbúskapur, beitt allan veturinn, svona eins og  tekið verður upp eftir nokkur ár þegar hlýnunin er farin að virka og aðföngin verða svo dýr að rollubændurnir hafa ekki efni á áburði og olíu. Reyndar er aðeins hugsanlegt að minnið sé eitthvað að svíkja mig en þetta er allavega fínt svona. Það var síðan verið að keyra skeljasand í dag og trúlega á morgun, því nú er biðstaða meðan klakinn fer úr ökrunum. Svo verður allt brjálað.

  Nú er komið inn myndaalbúm sem allir hafa gaman af að sjá, af bílasmíðinni hjá Atla.
Þarna sést hvernig hægt er að fara frekar flókna leið til að koma sér upp pallbíl í sveitinni. Það getur svo sem alltaf tekið sinn tíma en hér var  rúmt ár tekið í ferlið, að vísu með hléum. Þetta er semsagt loksins komið Árni minn og skoðaðu þetta nú vel.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere