19.04.2008 23:28

123.is

 Þetta 123.is dæmi er ekki að virka eftir uppfærsluna um daginn. Öll vinna á heimasíðunni gengur fádæma rólega og þegar heilu eðalbloggin( bestu bloggin náttúrulega ) hverfa þegjandi og hljóðalaust þá !!  Myndirnar sem ég var að setja inn áðan verða kannski komnar inná heimasíðuna á morgun o.sv.frv.

  En það er ekkert lát á góða veðrinu. Nú er ég steinhættur að taka eftir því þegar tjörnin er spegilslétt þó ég sæi að vísu Álftahjónin sem voru þar í morgun.
Það var lokið mykjuakstri og dreifarinn þrifinn  í dag. Kindur settar út og tekin myndasería af tamningahundunum til að eiga stöðuna á þeim .Það eru þær sem eru tíndar úti á netinu.
Lukka frá Hurðabaki var ekki viðlátin, en hún mun ekki sleppa við myndartöku.
 Megnið af útihrossunum á Hestamiðstöðinni rekið heim og fyrsta tilfærsla milli hólfa framkvæmd. Fara þarf með girðingum eftir veturinn áður en endanleg skikkan fæst á þau mál. Nú fer að styttast í að fyrstu tvær hryssurnar kasti, þær Von (mín) og Arna hans Einars.
 Þar sem yngri dóttirin er með Von að láni í folaldsframleiðslunni er spenna í loftinu, en það er Hágangsafkvæmi á leiðinni þar.


 
Flettingar í dag: 1546
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 811
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 976524
Samtals gestir: 69989
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 23:40:17
clockhere