18.04.2008 23:38

Mótþróaskeiðið.

   Það var ekki slegið slöku við í Dalsmynni í dag (frekar en hina 364 dagana). Atli var að keyra skeljasand fyrir nágrannann en við Katla vorum framundir  hádegi að gera sturtuvagninn okkar kláran í skeljasandinn. Það kostaði símtöl og spæjaravinnu að finna afturhlerann og síðan þurfti að græja hann til svo allt passaði. Það var svona stórsleggjuviðgerð. Þetta varþví engin bókmenntadagur hjá Kolbrúnu Kötlu því hún var svo fegin að komast inn og í dótið sitt að ekki var minnst á bókalestur. Þetta minnti mig á að Móðir mín minnist oft á það(samt ekkert of oft), að ég hafi verið alveg einstaklega þægt barn. Ekkert verið til vandræða fyrr en ég komst á "mótþróaskeiðið".  Reyndar hef ég aldrei spurt hana að því hversu lengi það stóð. Eflaust halda nokkrir(örfáir) því fram að ég sé á " mótþróaskeiðinu" enn og verði um ókomna tíð.. Það var síðan keyrður skeljasandur frá Skógarnesi eftir hádegi.
  Í gær lauk ég við að hræra upp í haughúsinu við gamla fjósið sem tekur síðan dagpart að tæma . Meðleigjandi minn að mykjudreifaranum kláraði í dag  svo morgundagurinn fer í mykjuslúttið þetta vorið. Síðan var rebbarúntur no.2 tekinn og nú sáust 2 mórauð álengdar en kvöldrökkrið  bjargaði þeim í þetta sinn.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere