13.04.2008 23:21

Vorstressið.

  Nú fer í hönd gamalkunnur tími þegar manni finnst allt þurfa að gerast á nokkrum dögum og ekkert gangi. Svona hefur þetta verið og svona verður þetta trúlega meðan verið er að reyna að halda sjó í búskaparbaslinu. Alltaf hefur þó vorið komið og farið misgott eða miserfitt og veturinn varla byrjaður þegar farið er að hlakka til þess á nýjan leik. Og nú brestur það á í vikunni.(Enginn heyrt þennan áður). Dagurinn í dag var síðan eyðilagður með tilgangslausum fundi(skyldumæting) og  trúlega tveir framundan í vikunni en þeir munu væntanlega skila einhverju. Ótrúlegt hvað menn sína einbeittan brotavilja í að setja alla fundi á apríl. Það var fullyrt við mig á dögunum að þetta væri arfleifð frá þeim tíma sem fjósaskóflan var aðaláhaldið við snjómoksturinn á afleggjurunum og aðalvegirnir voru opnaði tvisvar til þrisvar í viku. Ekki verri skýring en hver önnur. Reyndar veit ég hver skýringin er, en held henni fyrir mig, enda ekki vanur að slengja einhverju fram sem gæti sært einhverja viðkvæma sál. Þó hreinskilni sé góð er hún eins og annað best í hófi.
Flettingar í dag: 193
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 449
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 722839
Samtals gestir: 61207
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 03:20:52
clockhere