12.04.2008 22:57

hundadagur í dag.

 Það er a.m.k. 1/2 mán. síðan eitthvað hefur verið gert í hundatamningum hér og óhætt að segja að þessi vetur hefur ekki verið góður í þeim efnum. Nú var rolluhópurinn settur út og staðan tekin. Það átti ekki vel saman að hundarnir voru strekktir eftir fríið og ærnar náttúrulega þungar á sér  og varla hæfar í svona hark. Það var sett upp sama prógrammið og í snjónum í vetur. Kindurnar sem mest kyrrstæðar en hundarnir unnu í kring um þær.Þeim finnst það nú ekki mjög spennandi svo það var tekinn stuttur tími á hvern. Systir hennar Snilldar minnar hún Rúna kom í heimsókn í dag og stoppar í örfáa daga. Hún er enn fallegri en Snilld ,loðin og þegar hún hefur þreknað aðeins verður hún akkúrat eins og ég vil hafa hunda í vextinum, og fæturnir eru auðvitað upp á tíu. Þetta er hálfgerð malbikstík enn, en fór samt flott í kringum hópinn og er komin með fínan áhuga.
 Ég fór síðan með alla hundana í 2 km. fjórhjólaferð til að koma henni inn í hópinn með hraði. Það gekk upp og hún þurfti mikið að skoða sig um, þegar hún fékk að vera laus með föðursystir sinni í 2 tíma á eftir. Þar sem ég er á skilorði vegna hænsanna á efri bænum gekk ég nú úr skugga um að þær væru  örugglega lokaðar inni. Og fyrsti rebbarúntur vetrarins var tekinn í kvöld svona til að koma sér í  stuð.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere