11.04.2008 19:52
Afadagur.
Það var rennt í morgunkaffið niður í hestamiðstöð. Að því loknu var sturtuvagninn okkar Einars græjaður fyrir skeljasandsflutningana sem Atli og hann voru að dunda við í dag. Við Kolbrún Katla fórum hinsvegar heim því nú var afadagur fram á hádegi en þá tók ömmudagur við. Sem sagt góður dagur fyrir litlu dömuna.
Þær bókmenntir sem eru inni í dag eru myndasögur þar sem eitthvað kvikindi er falið í hverri mynd. Nú var farið yfir myndabókina með gula andarunganum og kanínunni.
Það þýðir ekkert að fletta þessu í einhverju kæruleysi því sú litla hefur mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig á að fara með þessar bókmenntir.Til þess að ná upp réttu stemmingunni á að fletta ofurhægt og afinn á að spyrja með mikilli eftirvæntingu ,"Hvar er litla greyið?" og þó sú litla þekki þetta allt nákvæmlega lítur hún með spurnarumli fram og aftur um myndina og rekur síðan upp mikið fagnaðaróp og bendir á andarungann sem kíkir framfyrir eitthvað. Þá er eins gott að afinn sé klár með sín fagnaðarlæti í framhaldinu því annars fær hann mjög alvarlegt augnaráð og í versta tilviki verður að fletta til baka og endurtaka gjörninginn. Þegar afinn er búinn að fá sig fullsaddan á þessum leikrænu tjáningum finnur hann myndasögu sem farið er að lesa uppúr fyrir hana. Með því að stilla öllu rétt upp og biðja fallega þykist hún vera að lesa sjálf. Þetta fer fram á mjög trúverðugan hátt ,augunum rennt fram og aftur um síðuna og þulið eitthvað hrognamál sem er að vonum óskiljanlegt en það er þó greinilegt að hún er mun hraðlæsari en faðirinn og tal og framburður minnir óneitanlega á afa hennar þegar hann er kominn á sjöunda glas. Að öðru leiti er ljóst að foreldrarnir þurfa að fara að sinna aganum betur , enda bersýnilegt að afinn og amman eru töluvert frjálslynd í agamálunum.
Þær bókmenntir sem eru inni í dag eru myndasögur þar sem eitthvað kvikindi er falið í hverri mynd. Nú var farið yfir myndabókina með gula andarunganum og kanínunni.
Það þýðir ekkert að fletta þessu í einhverju kæruleysi því sú litla hefur mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig á að fara með þessar bókmenntir.Til þess að ná upp réttu stemmingunni á að fletta ofurhægt og afinn á að spyrja með mikilli eftirvæntingu ,"Hvar er litla greyið?" og þó sú litla þekki þetta allt nákvæmlega lítur hún með spurnarumli fram og aftur um myndina og rekur síðan upp mikið fagnaðaróp og bendir á andarungann sem kíkir framfyrir eitthvað. Þá er eins gott að afinn sé klár með sín fagnaðarlæti í framhaldinu því annars fær hann mjög alvarlegt augnaráð og í versta tilviki verður að fletta til baka og endurtaka gjörninginn. Þegar afinn er búinn að fá sig fullsaddan á þessum leikrænu tjáningum finnur hann myndasögu sem farið er að lesa uppúr fyrir hana. Með því að stilla öllu rétt upp og biðja fallega þykist hún vera að lesa sjálf. Þetta fer fram á mjög trúverðugan hátt ,augunum rennt fram og aftur um síðuna og þulið eitthvað hrognamál sem er að vonum óskiljanlegt en það er þó greinilegt að hún er mun hraðlæsari en faðirinn og tal og framburður minnir óneitanlega á afa hennar þegar hann er kominn á sjöunda glas. Að öðru leiti er ljóst að foreldrarnir þurfa að fara að sinna aganum betur , enda bersýnilegt að afinn og amman eru töluvert frjálslynd í agamálunum.

Skrifað af svanur