02.04.2008 00:33

Í góðum gír.

 Það var lokið við rúninginn í dag. Nú liggur næst fyrir bólusetningar og ormalyfsgjöf á fénu. Þar sem allt er spólvitlaust að gera frestast það framyfir helgi. Nýheimta gimbrin er strax búin að læra átið en það hefur greinilega verið erfitt hjá henni í vetur. Engin hornahlaup og holdafarið slakt. Fóðurbreytingin og væntanlegur bati hjá henni er ekki góður svona á síðasta mánuði meðgöngunnar en erfitt að vinna úr því.  Nú er norðanþræsingurinn sem hefur ríkt síðan fyrir helgi að ganga niður og vor í lofti. Ég óttast um kalskemmdir í nokkrum nýræktanna en vona þó  það besta þar til annað sannast. Nú stendur yfir uppfærsla á 123.is  og öll umgengni um heimasíðuna ákaflega erfið og svifasein. Þetta á hinsvegar allt að verða alveg rosalega gott um það er líkur.
Flettingar í dag: 533
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 641
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1041485
Samtals gestir: 72051
Tölur uppfærðar: 4.9.2025 19:27:52
clockhere