21.03.2008 23:22
Fullt tungl
Ekkert páskahret í dag, ekta veður til útivistar. Atli Sveinn var að þvælast allan daginn uppi Jökli og á fjallgarðinum með Grundfirðingum, nota sleðafærið áður en það hverfur. Hann gætti þess að mæta ekki á svæðið fyrr en eftir mjaltir og passlega í kvöldmat. Hér voru allir í Hrossholti líka í mat svo borðið var þéttsetið. Sett var frétt inn á Söðulsholt með Kolbrúnu Költu í útreiðartúr með pabba sínum. Það styttist örugglega í að hún neiti að vera með öðrum á hestbaki og vilji sjálf. Mamma hennar var ekki gömul þegar afi hennar var farinn að teyma undir henni, mig minnir að það hafi verið Glói sem var barnahesturinn í þá daga.
Svanur bjó sig svo til útivistar, það er fullt tungl og hann ætlar að vera í Rebbabúð í nótt. Mér verður bara kalt við tilhugsunina að vera þar hreyfingarlaus til morguns. Má ég þá heldur biðja um rúmið mitt og þykka sæng.
Svanur bjó sig svo til útivistar, það er fullt tungl og hann ætlar að vera í Rebbabúð í nótt. Mér verður bara kalt við tilhugsunina að vera þar hreyfingarlaus til morguns. Má ég þá heldur biðja um rúmið mitt og þykka sæng.