21.03.2008 23:22

Fullt tungl

Ekkert páskahret í dag, ekta veður til útivistar. Atli Sveinn var að þvælast allan daginn uppi Jökli og á fjallgarðinum með Grundfirðingum, nota sleðafærið áður en það hverfur. Hann gætti þess að mæta ekki á svæðið fyrr en eftir mjaltir og passlega í kvöldmat. Hér voru allir í Hrossholti líka í mat svo borðið var þéttsetið. Sett var frétt inn á Söðulsholt með Kolbrúnu Költu í útreiðartúr með pabba sínum. Það styttist örugglega í að hún neiti að vera með öðrum á hestbaki og vilji sjálf. Mamma hennar var ekki gömul þegar afi hennar var farinn að teyma undir henni, mig minnir að það hafi verið Glói sem var barnahesturinn í þá daga.
Svanur bjó sig svo til útivistar, það er fullt tungl og hann ætlar að vera í Rebbabúð í nótt. Mér verður bara kalt við tilhugsunina að vera þar hreyfingarlaus til morguns.  Má ég þá heldur biðja um rúmið mitt og þykka sæng.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere