20.03.2008 23:56

Páskahret?

  Páskahretið klikkaði aldrei í gamla daga og þegar var búið að spá roki og hugsanlegri snjókomu varð maður hálfpartinn fyrir vonbrigðum þegar að hélst fínt veður í allan dag. Það var ekki fyrr en í kvöld sem fór aðeins að blása en rúningurinn sem átti að framkvæmast í dag var frestað vegna " veðurs". Alltaf gott að eiga inni næg verkefni! Mjaltabásinn var tekinn og spúlaður í staðinn því það er mikið að gerast framundan og þá eru stóru þrifin á honum stundum geymd aðeins. Nú er verið að skoða tankamálin því mjólkurtankurinn er endanlega sprunginn og dugar ekki fyrir fimm mjaltir lengur því dagsframleiðslan nálgast 1000 l. markið hægt og örugglega. Á morgun verður svo athugað hvort gefi til snjósleðaiðkunar áður en vorið hellist yfir með stillum hlýindum og blíððviðri. Sjö níu þrettán.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere