10.03.2008 23:08

Bara nokkuð góður dagur.


 Þrátt fyrir mikið annríki var þetta virkilega góður dagur og veðrið hreinlega gat ekki verið betra.(Miðað við árstíma). Morgunverkin gengu vel ,engin kýr í meðferð eða vandamál í gangi(umfram þau sem fylgja ahum hérna ..........) Fram á hádegið var síðan unnið við að rífa upp og slétta gólfið í reiðskemmunni með þar til gerðri græju sem fengin var að láni og sett aftan í gamla Dautsinn minn sem er öllu liprari við þetta en ofurtækin hans Einars. Það var síðan brasað í byggi og sekkjuð og afhent 3 tonn af þessari eðalvöru eftir að Kolviðarnesbóndinn hafði valsað hálft síló(um 10 t.). Ekki má svo gleyma hundatamningunum sem nú eru stundað hvern daginn á fætur öðrum og ganga ótrúlega hávaðalítið fyrir sig. Eina sem skyggir á gleði mína þessa dagana eru endurvaktar áhyggjur af túnum sem aftur eru komin undir klaka og að ekkert gengur með þessa 8- 10 refi sem eru á dauðalistanum hjá mér og eiga að nást næstu 2 mán eða svo. Nú er vaxandi tungl og ef með þvi færi norðanátt gæti kannski einhverjum þeirra orðið hætta búin. Reyndar er áratuga reynsla fyrir því að í rebbaveiðinni gengur aldrei allt upp. En maður vonar alltaf!!
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere