09.03.2008 23:02
Tryppareksturinn.
Einu sinni í viku hefur megnið af hrossunum í hestamiðstöðinni verið drifið í svokallaðan " trypparekstur"´síðan á áramótum. Hrossin eru rekin u.þ. b. 4 km hring og hefur þessi hringur verið misjafnlega greiðfær í vetur. Ýmist eru haldið utan um hópinn með fjórhjólum eða sleðum eftir færðinni.Nú er þetta komið í fast form og fyrirhafnarlítið að fylgja hópnum. Hrossin ráða ferðahraðanum alfarið sjálf og halda rekstrarmenn sig í nokkur hundruð m. fjarlægð frá hópnum til þess eins að halda honum í brautinni. Fyrsta 1.5 km er hópurinn á fullri ferð og bregða sum hrossin sér jafnvel á leik ef færðin er góð. Síðan fer hópurinn að lesta sig og hlaupaglöðustu hrossin taka forystuna. Það er alltaf sömu hrossin sem leiða hópinn og skiptast gjarnan 2- 3 á um forystuna. Eins eru það sömu hrossin sem reka lestina og þó ekki sé verið að ýta á eftir þeim reyna þau að fylgja hópnum. Þetta er alveg sama munstrið og maður sér í hestaferðunum. Ég ætla ekki að segja Auðun hvaða hross leiddi hópinn síðast.
Einhverra hluta vegna var ætlast til að ég aðstoðaði við fyrsta reksturinn og hafði ég ríkan skilning á því ferðavanur maðurinn. Þrátt fyrir að vera oftar en ekki í forreiðinni þá gerum við Auðun okkur ákaflega vel grein fyrir orsökum þess þegar eftirreiðin er búin að missa allt út í loftið fyrir tómt klúður og höfum gjarnan um það mörg orð meðan við bíðum þess rólegir að félagar okkar flengriðu um fjöll og firnindi að ná rekstrinum saman á ný. En svo við höldum okkur við tryppareksturinn þá hafa málin þróast þannig að nú er bara hringt í mig og mér sagt að reksturinn verði klukkan þetta eða hitt. Þegar ég stóð svo frammi fyrir því í síðasta rekstri að ég færi einn með hópinn fór ég að velta fyrir mér hvort ég hefði verið plataður einhversstaðar í ferlinu.
Einhverra hluta vegna var ætlast til að ég aðstoðaði við fyrsta reksturinn og hafði ég ríkan skilning á því ferðavanur maðurinn. Þrátt fyrir að vera oftar en ekki í forreiðinni þá gerum við Auðun okkur ákaflega vel grein fyrir orsökum þess þegar eftirreiðin er búin að missa allt út í loftið fyrir tómt klúður og höfum gjarnan um það mörg orð meðan við bíðum þess rólegir að félagar okkar flengriðu um fjöll og firnindi að ná rekstrinum saman á ný. En svo við höldum okkur við tryppareksturinn þá hafa málin þróast þannig að nú er bara hringt í mig og mér sagt að reksturinn verði klukkan þetta eða hitt. Þegar ég stóð svo frammi fyrir því í síðasta rekstri að ég færi einn með hópinn fór ég að velta fyrir mér hvort ég hefði verið plataður einhversstaðar í ferlinu.
