06.03.2008 23:06

Gegningar.

  Það er þægilegt að  koma heyinu í kýrnar. Keyrðar eru inn 4 heyrúllur, fjarlægt af þeim plast og net  og þeim raðað saman á endunum í fóðurganginn. Þetta er endurtekið á ca. 3 þriggja daga fresti. Gallinn við þetta er sá að við viljum að skammturinn sé kláraður og afganginum sópað út fyrir næsta skammt. Það getur þess vegna þurft að gefa á sunnudagsmorgni,Laugardagskvöldi eða guð má vita hvenær. Í kvöld var farið um 10 leytið og gefið., en þrátt fyrir þennan annmarka  finnst mér þetta fyrirkomulag meiriháttar lúxus. Reyndar á misjafn gjafatími líka við hjá fénu.
 Og veðrið var ekki skemmtilegt í dag ,rigningarslydda en þó stytti upp um fimmleytið og í kvöld var það orðið virkilega fínt. Heimsóknin sem ég fékk frá SS var fín og það eru breyttir tímar frá því að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að losna við gripi í slátrun og þess að nú eru vikulegar ferðir eftir gripum í héraðið bæði frá Hvammstanga og Selfossi. Hagkvæmnin er svo annað mál. Ég gat ekki stillt mig um að upplýsa þá um að Hvammstangabíllinn hefði nú komið við hjá mér í dag að sækja grip og smákálfa.
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere