05.03.2008 23:44

Bessastaðabóndinn og við hinir.

 Það er nokkuð langt síðan ég hef haft einn öl með í pottinn en það gerðist í kvöld.
Upphaflega fannst manni öl og pottur tilheyra hvort öðru, en þegar pottferðirnar voru orðnar mjög reglulegar þá sá meira að segja ég, að þetta gekk ekki. Ölið var því látið víkja.Í kvöld var það verðlaunin fyrir að hafa lokið sekkjuninni á bygginu fyrir Barðstrendingana en vegna sérþarfa tekur það ekstra á, og þrefalt lengri tíma per sekk heldur en fyrir þessa eðlilegu kúnna. Þar sem bíllinn er í vinnu í Hafnarfirðinum er óleyst hvernig því verður komið á hafnarbakkann í Hólminum.
 
  Það var fallega gert af Bessastaðabóndanum að benda á nauðsyn þess að við hér á skerinum værum sjálfum okkur næg með matvæli og annað smálegt. Þar sem ég hef hagsmuni að gæta hvað þetta varðar, læt ég vera að kafa djúpt ofan í þessi ummæli og rétt eins og enginn Vestfirðingur lætur sér detta í hug að bjóða sig fram móti honum eftir umræðuna um moldarslóðana á Barðaströndinni verða bændurnir til friðs framyfir kosningar þakklátir fyrir jákvæða umræðu á meðan verið er að tala upp nauðsynlegar hækkanir á afurðunum. Umræðan um að ræktunarlandið sé ekki ótakmarkað er hinsvegar löngu tímabær og grafalvarleg en breyting á landnotkun er á mikilli ferð nú um stundir og fátt til varnar.
  Á Egilsstöðum er það spurningin um Toyota eða tún.
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere