20.02.2008 22:33
Sumir úrillir í dag.
Þegar ég kom heim úr skólanum í dag, stóð blessaður húsbóndinn í forstofunni með stóra riffilinn. Í ljósi síðustu atburða hér á svæðinu gat það svo sem átt ýmsar skýringar. Taldi þó líklegast að verið væri að strjúka rykið af gripnum og undirbúa refaveiðar Hann varð hins vegar frekar þungur á brún þegar ég stakk upp á því að við reyndum að vaka fram eftir til að sjá tunglmyrkvann í nótt. Þá rann upp fyrir mér að tunglmyrkvi og refaveiðar passa kannski ekki alveg saman. 
En það hljóta koma aðrar tunglmyrkvalausar nætur fljótlega.
Annars hefur verið setið yfir áburðaráætlun hér í dag. Reynt að minnka smá skammtinn á þessu túninu, auka hann aðeins annars staðar, bæta við meiri mykju hér og þar, svona alls konar tilfærslur. En niðurstaðan er bara alltaf sú sama. Áburðurinn verður dýr, miklu dýrari en í fyrra og hana nú. Nefnum engar tölur en það eru alla vega mörg núll þarna á ferðinni.
Árshátíðarundirbúningur er nú í hámarki í skólanum. Fyrsta rennsli á leikritinu í dag og alltaf verð ég jafn hissa þegar hver nemandinn á fætur öðrum stendur alls ófeiminn og syngur einsöng eins og ekkert sé. Ekki bara þeir sem hafa kannski verið að syngja hjá Steinku tónlistarkennara, heldur líka sumir sem enginn vissi að gætu yfirhöfuð gefið frá sér nokkur hljóð, eða þannig.
Við erum svo ljónheppin í skólanum að hafa ótrúlega virkt foreldrafélag. Meðal annars koma tvær mæður og sauma búninga í tugatali á leikendur. Það voru töfraðir fram kjólar á dans og söngdömurnar í gær. Við vorum að hlæja að því að þessir kjólar voru trúlega áður kyrtlar postulanna þegar Jesú súperstar var settur upp fyrir tveimur árum. Ekki slæm endurnýting það. Búið er að versla byssur handa bæði góða og vonda genginu og húfur, hattar og bindi liggja á víð og dreif. Nú er bara að vona að veðurguðir og flensuguðir hafi sig hæga fram yfir laugardag svo við fáum sem flesta áhorfendur. Krakkarnir búnir að skipuleggja bakstur í samráði við ráðskonu og verður kaffisala að lokinni sýningu. Ekki veitir af að safna í ferðasjóð því stefnt er á 4-5 daga ferðalag í vor með elstu nemendur.
Nú líst mér á. Er Svanur ekki kominn með ferðabæklinginn frá bændaferðum fyrir framan sig. Best að fara og skoða með honum.

En það hljóta koma aðrar tunglmyrkvalausar nætur fljótlega.
Annars hefur verið setið yfir áburðaráætlun hér í dag. Reynt að minnka smá skammtinn á þessu túninu, auka hann aðeins annars staðar, bæta við meiri mykju hér og þar, svona alls konar tilfærslur. En niðurstaðan er bara alltaf sú sama. Áburðurinn verður dýr, miklu dýrari en í fyrra og hana nú. Nefnum engar tölur en það eru alla vega mörg núll þarna á ferðinni.
Árshátíðarundirbúningur er nú í hámarki í skólanum. Fyrsta rennsli á leikritinu í dag og alltaf verð ég jafn hissa þegar hver nemandinn á fætur öðrum stendur alls ófeiminn og syngur einsöng eins og ekkert sé. Ekki bara þeir sem hafa kannski verið að syngja hjá Steinku tónlistarkennara, heldur líka sumir sem enginn vissi að gætu yfirhöfuð gefið frá sér nokkur hljóð, eða þannig.
Við erum svo ljónheppin í skólanum að hafa ótrúlega virkt foreldrafélag. Meðal annars koma tvær mæður og sauma búninga í tugatali á leikendur. Það voru töfraðir fram kjólar á dans og söngdömurnar í gær. Við vorum að hlæja að því að þessir kjólar voru trúlega áður kyrtlar postulanna þegar Jesú súperstar var settur upp fyrir tveimur árum. Ekki slæm endurnýting það. Búið er að versla byssur handa bæði góða og vonda genginu og húfur, hattar og bindi liggja á víð og dreif. Nú er bara að vona að veðurguðir og flensuguðir hafi sig hæga fram yfir laugardag svo við fáum sem flesta áhorfendur. Krakkarnir búnir að skipuleggja bakstur í samráði við ráðskonu og verður kaffisala að lokinni sýningu. Ekki veitir af að safna í ferðasjóð því stefnt er á 4-5 daga ferðalag í vor með elstu nemendur.
Nú líst mér á. Er Svanur ekki kominn með ferðabæklinginn frá bændaferðum fyrir framan sig. Best að fara og skoða með honum.