19.02.2008 23:18
Stútfullt tungl.
Er bara ekki komin gamalkunnug vestanátt með éljagangi sem aldrei fyrr. Nú er fullt tungl og það átti að fara að taka á því í rebbaveiðinni. Svo hlutirnir gangi upp þar, á að vera norðanátt, tungl og bjartviðri. Nú vantar norðanáttina og heldur þungt í mínum manni. Eftir að hafa rýnt í kortin er hugsanlegt að gefi næstu nótt en það verða samt ekki bestu skilyrðin og með aldrinum nenni ég ekki að freista gæfunnar um of í refaveiðinni. Ekki er enn farið að leggja út, þar sem aðalfjörið verður en það verður skoðað með næsta tungl í huga. Það er langt síðan ég hætti að egna fyrir ref þar sem nokkur möguleiki er fyrir vegaskytturnar/ljósálfana að láta ljós sitt skína. Það fer alltaf hrollur um mig þegar kollegar mínir lýsa því þegar þeir hafa legið við agn í skothúsi sínu og allt í einu er ljóskastara beint á staðinn. Bak við ljósið má gera ráð fyrir vitleysing með stóran riffil í höndunum og Ef tófu bæri nú á milli hvað þá???
Já það er annað siðferðið í veiðiskapnum núna eða í þá gömlu góðu.
Það lítur út fyrir að þetta verði eindæma rólegur vetur hvað hundatamningar og útreiðar varðar(ekki útséð með rebbana) en svellin eru að mestu farin af túnunum svo nú verður ekki lengur undan því vikist að hjóla í áburðaráætlunina. Annaðhvort hefur harði diskurinn í mér eða tölvunni breyst síðan í fyrra svo ég verð að fá Sigga Jarls til að leiða mig gegnum áburðarforritið. Reyndar er búið að gera dílinn við seljandann en varasamt að geyma áætlunina lengi ef ég þekki mig rétt. Og það er ljóst að hækkunin verður um 70 - 80 % sem er svo mikið að ég er ekki farinn að trúa því enn.
Sælir eru trúlausir.
Já það er annað siðferðið í veiðiskapnum núna eða í þá gömlu góðu.
Það lítur út fyrir að þetta verði eindæma rólegur vetur hvað hundatamningar og útreiðar varðar(ekki útséð með rebbana) en svellin eru að mestu farin af túnunum svo nú verður ekki lengur undan því vikist að hjóla í áburðaráætlunina. Annaðhvort hefur harði diskurinn í mér eða tölvunni breyst síðan í fyrra svo ég verð að fá Sigga Jarls til að leiða mig gegnum áburðarforritið. Reyndar er búið að gera dílinn við seljandann en varasamt að geyma áætlunina lengi ef ég þekki mig rétt. Og það er ljóst að hækkunin verður um 70 - 80 % sem er svo mikið að ég er ekki farinn að trúa því enn.
Sælir eru trúlausir.

Skrifað af svanur