17.02.2008 13:17

Þorrablót á Lýsuhól.

 Já við lentum á þessu fína þorrablóti í Staðarsveitinni. Þessi blót  eru til skiptis á vegum Staðsveitunga  eða Breiðvíkinga og héldu Breiðvíkingar það í þetta sinn.
 Þarna er hefðin sú að þeir sem standa fyrir blótinu gera miskunnarlaust grín að íbúum hins sveitarfélagsins. Þegar skeytin voru sem beinskeittust heyrðist stundum muldrað . Bíðið þið bara þangað  til næsta ár. Þarna voru mætt hátt í tvö hundruð manns en húsið tekur léttilega um tvöhunduð í sæti(án þrengsla). Það skemmtilegasta við prógrammið var að talsverður hluti þess var í bundnu máli og alveg prýðilega ort, en ekki er öllum gefið að geta ort góðar gamanvísur. Og það var tekið á móti gestunum með brennivínsstaupi og hákarli.
Flettingar í dag: 748
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 938
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 990159
Samtals gestir: 70344
Tölur uppfærðar: 28.7.2025 16:10:40
clockhere