15.02.2008 09:16

Heilfóðrun og heilsufar.

 
  Bændurnir voru Á faraldsfæti í gær. Sá yngri fór á fyrirlestur//námskeið um fóðrun kúa í lausagöngnu og undirritaður átti erindi austur á Selfoss.
 Sá sem á námskeiðið fór kom til baka sannfærður um  að heilfóðrunin væri kannski ekki akkúrat það sem vantaði í Dalsmynnisfjósið  þvert ofaní hugmyndir undirritaðs. Fyrir þá sem vita kannski ekki um hvað málið snýst er heilfóðrun tækni þar sem blandað er saman mismunandi fóðri  í þartil gerðum mixara. Eftir að blönduninni er lokið eru síðan margskonar útfærslur á mjög tæknivæddri fóðrun kúnna. Til þess að koma þessu á þarf þriggja fasa rafmagn og auðvitað fullt af peningum í breytinguna og þar sem hvorugt er fyrir hendi má segja sem svo að þetta hafi verið nytsamlegt námskeið.
 Af Selfossferðinni fer hinsvegar fáum sögum nema ég hef aldrei á æfinni lent í þvílíkri svarta dj. þoku fyrr. Það var dólað vestur yfir heiðina í bílalest á 20 - 30 km hraða og ekkert sást nema ljósin á næsta bíl fyrir framan. Hann hefði getað leitt mig uppá fjöll ef því hefði verið að skipta. Reyndar renndi ég í kaffi í Hlað(dótabúð) á leiðinni austur og þar fékk ég svo margar tófusögur  með kaffinu að nú fer eitthvað að gerast enda vaxandi tungl. Af heilsufari á heimilinu eru ekki góðar fréttir því húsmóðirin treysti sér ekki í vinnuna í dag  og þá er hún mikið veik.  Ekki fæst samt nánari lýsing á ástandinu en það að hún sé að deyja sem er alls ekki tímabært enda gert ráð fyrir því að hún ráðskist með mig næstu 30 árin a.m.k.

  Og það fór eins og mig grunaði að nú koma í ljós mikil svellalög á túnunum í hlákunni.
Flettingar í dag: 948
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2879
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 812894
Samtals gestir: 65476
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 14:22:27
clockhere