14.02.2008 11:23

Hálsbólga- ekki kvef!

Svanur bullar bara, kannski vegna kvefsins. Ég er sko ekki kvefuð, ég er með hálsbólgu og það er ekki gaman að kenna þannig. Hálsinn sár og röddin svona djúp viský rödd. Svo fæ ég hóstakast og nemendur horfa með vorkunnarsvip og segja mjúkum rómi:" Halla, mér finnst þú eigir bara að vera heima." Sem betur fer er allt skólastarf í upplausn vegna árshátíðar svo hefðbundin kennsla er í lágmarki. Þá er meira verið að vinna verkefnavinnu svo ég þarf ekki að tala eins mikið. Halla Sif er líka að koma heim núna um hádegi, einhverjir lagningardagar í MH sem hún er búin að afgreiða. Þá leggst ég bara undir sæng og læt hana sjá um það sem gera þarf.
Það má alveg senda mér broskalla eða hjörtu í tilefni dagsins.
Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 1239132
Samtals gestir: 75116
Tölur uppfærðar: 2.1.2026 03:05:39
clockhere