08.02.2008 11:47

Allt ófært og enginn skóli

Þessi snjór undanfarna daga er farinn að rifja upp gamlar minningar frá árum áður þegar ófært var dögum saman, ekki hægt að sækja mjólk og nemendur komust hvorki til eða frá skóla. Í gærmorgun í góða veðrinu tókst mér auðvitað að festa mig við Hænuhólinn þegar ég var á leiðinni í skólann. Atli dró mig upp og sagði e-ð um konur snjó og bíla sem ég ætla ekkert að hafa eftir. Ég brunaði svo í skólann, en við þóttumst nokkuð viss um seinkun á skólabílum. Reyndar varð ekki seinkun heldur bara komu engir bílar. bæði voru afleggjarar illfærir og svo brast á slæmt veður um 9. Ekki bætti rafmagnsleysið úr. Þegar ég hringdi í Svan og sagðist ætla að leggja í hann heim, brást hann hinn versti við og sagði mér að vera bara í skólanum, Atli myndi kannski koma og sækja mig. Hann er eins og Atli með eitthvað konu, snjó og bíla syndróm. Ég fékk svo grænt ljós á heimferð stuttu síðar. Og auðvitað engin vandræði. Að vísu var allt ófært heim á hlað þannig að bíllinn var geymdur við Hænuhólinn. gærdagurinn fór svo í snjómokstur og þ.h. Í morgun var þvílík blíða svo ég dreif mig fyrir 8 af stað í skólann, en þegar ég var komin að skólaafleggjaranum var hringt, enginn skóli, allir afleggjarar ófærir. Þannig að ég aftur heim. Dóri Iðunn og KK voru hér í nótt svo nú er ég amma, þau ásamt Svan niðri í Söðulsholti. hann örugglega að moka snjó og skipuleggja hundanámskeið á morgun. Eins gott að hafa reiðhöllina, það hefði verið gaman að sjá hunda og kindur úti á túni núna. Ætli hefði ekki þurft að skella öllu á snjóþrúgur.! Ég velti nú fyrir mér hvort skoski kennarinn kemst. Eins gott því Halla Sif er búin að taka að sér matseldi á námskeiðinu og sér gróðann í hillingum. Enda er dýrt að vera framhaldsskólanemi í Reykjavík og allir peningar vel þegnir.
Flettingar í dag: 1123
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 4717
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 841693
Samtals gestir: 66363
Tölur uppfærðar: 19.4.2025 03:36:07
clockhere