05.02.2008 23:00

Ótitlað


 Það er allt á réttu róli í fjósinu engin kú í meðferð,mesta burðarhrinan afstaðin og frjótæknirinn tíður gestur svo hringrásin haldi áfram. Súrdoðinn sem oft er til vandræða hefur alveg haldið sig fjarri í vetur. Já úrvals þurrkað, heimræktað bygg gerir gæfumuninn.

 Og kindahópurinn sem átti fyrir löngu að vera kominn út í rúllu fékk aðeins að viðra sig í dag og taka létta æfingu fyrir námskeiðið. Nýi nemandinn  sem átti að fá að spreyta sig olli vonbrigðum. Hún er eins og yngri bóndinn með það að hafa miklu meiri áhuga á bílum en kindum. Reyndar dvaldi hún viku hjá mér í vor gagngert til að taka á því vandamáli og um það er lauk leit hún ekki einu sinni upp þó bíll renndi í hlað.
 Nú er hún tvíefld í bílunum og lærifaðirinn fullur efasemda um að eyða tíma í tamningar á dýrinu. Það gæti síðan verið fróðlegt að skoða ættarskrána ef hún er til, því kannski er þar eitthvað óhreint í pokahorninu. Lunginn úr deginum fór síðan í að ganga frá hundafóðrinu í frysti. Já útreiðartúrinn sem átti að verða í dag bíður betri tíma.
 Nú er það spurningin hvernig Öskudagsveðrið verður á morgun.
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere