04.02.2008 23:13

Frívinnudagur.

 Það klikkaði ekki að samlegðaráhrifin af heita pottinum og ölinu svínvirkuðu og við Dóri vorum alveg teinréttir og fjaðurmagnaðir í morgunsárið.
  Mjólkurbíllinn var mættur kl  1/2 7 að taka helgarmjólkina svo við sluppum með 20 mín. seinkun á mjöltum í stað mjólkurflóðsins síðasta mánudag. Alltaf þegar ég á erfiðan   " frídag" reyni ég að taka auðveldan vinnudag á eftir ( helst marga) og þetta var þannig dagur.  Eftir hádegið kom gripabíll að sækja 2 kýr og nokkra ungkálfa í slátrun. Nú er stórgripaslátrun hætt í Borgarnesi en þangað fóru gripir héðan.
  Þegar ég sökkti mér niður í hundafræðin fyrir margt löngu, fann ég þar þá kenningu að hundar væru rándýr og meltingafæri þeirra væru gerð fyrir hráfæðu. Þetta var kenning sem ég keypti umsvifalaust og hef haldið mig við hana síðan. Hráfæðið sem ég fóðra hundana á, er innmatur úr nautgripum og þar sem umtalsverð framleiðsla er  á nauta og kýrkjöti hjá búinu, var auðvelt að semja við sláturhúsið í Bgn. um lausn á málinu. Ekki skemmdi fyrir að einn starfsmannanna flutti varninginn áleiðis fyrir ekki neitt. Ekki nóg með það heldur var mér boðið uppá kaffi eða bjór þegar ég sótti þetta.
 Mér þykir auðvitað kaffið betra eins og menn vita en ég má samt ekki drekka það á kvöldin (þá sofna ég ekki) þannig að?? 
 Nú stefndi í óefni þegar sláturhúsið  lokaði og aldrei fleiri hundar í Dalsmynni.
Það náðust bráðabirgðarsamningar við V- Húnvetninga og þar sem  að ég fékk þrefalt magn af innmat miðað við það sem ég fór fram á í lítillæti mínu, stefnir í varanleg viðskipti. Ekki veitir af, því fyrsti hundurinn mætti í tamningu í dag, annar væntanlegur í vikunni og spurning hvort sá þriðji verði tekinn um helgina, svo Walesbúinn geti commentað á hann á námskeiðinu um helgina.
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere