03.02.2008 23:39

Frídagur. Hvað er nú það??


 Húsmóðirin,sú sem öllu ræður hér hefur verið í bænum um helgina.
Tengdamamma lenti í óhappi og beinbrotnaði og verður á spítala í viku til 10 daga. og dótturinni þótti rétt að fylgjast með gangi mála og heimsækja foreldrana.
Þetta var ein af þessum annasömu helgum hjá mér og í dag var ég hertekinn og notaður í skítmokstur í hestamiðstöðinni. Þar var löngu kominn tími á að losa úr  stíunum en hrossin ganga á hálmi en ekki hefur gefið til útmoksturs vegna veðurs. Þetta var gert með miklum látum og þessar 18 tveggja hesta stíur tæmdar á 5 tímum. Notaðir voru tveir sturtuvagnar til að keyra frá scheffernum og afurðinni ekið út á holt þar sem þetta verður látið brjóta sig í mánuði eða ár. Síðar verður þessu dreift á akrana og plægt niður. Nú er bara að láta sig hlakka til vorsins því þetta verður endurtekið í maí. Reiðhesturinn minn sem virkaði með stærra móti í morgun virtist fremur lágvaxinn þegar hann var kominn 40 cm. neðar í húsinu. Við tengdafeðgarnir vorum síðan orðnir hálf skakkir eftir daginn. Hann vegna þess að það reynir á allt aðra vöðva að keyra Schefferinn heilan dag heldur en að dúlla um svæðið á dúnmjúkum tölturum(eða þannig.)  Ég vegna þess að ég er löngu hættur að Vinna með stórum staf, kunni varla að nota kvíslina við að hreinsa út úr hornum og frá veggjum. Svo dagurinn endaði á því að fara í heita pottinn og til að tryggja enn frekar að menn yrðu uppréttir á morgun var ákveðið að taka einn öl með. Og  stjörnubjartur himininn var meiriháttar.
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere