01.02.2008 22:19

Refir,tækni og vísindi.

  Eins og segir í síðasta bloggi vaknaði ég við vondan draum o.sv.frv. Ég kíkti því á teljarann í dag, sem aldrei þessu vant var við refaætið og viti menn það var stimpluð inn mæting kl.4.30. Þetta heitir að lifa sig inn í hlutina. Þessir teljarar eru mikið undur og fyrst eftir að ég fékk þennan lánaðan fyrir þó nokkrum árum notaði ég hann mikið. Þetta er stafrænn hreyfiskynjari sem gefur upp dagsetningu og tíma á hverri hreyfingu sem hann skynjar. Þegar ég fékk hann í hendurnar stundaði ég vetrarveiðina grimmt og var oft nær dauða en lífi þegar ég yfirgaf skothýsin sem á þessum árum voru fjölbreytileg og allt niður í holu í snjóskafli.  Teljarinn gaf mér t.d. vísbendingu um hvort gengið væri í fyrri eða seinnipart nætur . Ég notaði hann síðan við vísindalegar rannsóknir á hegðun rebbanna minna. Á þessu svæði fara þeir oftast í fjöruna á hverri nóttu og ég pældi í sjávarföllum og mætingum í ætið. Hvort þeir kæmu við á leið úr eða í fjöruna o.sv.frv. Mætingartíma fyrir og eftir meiriháttar stórviðri o.sv frv.o.sv frv.
 Á tímabili var gríðarlegt magn af flóknum vísindarlegum niðurstöðum geymdar á harða diskinum en hann er nú því miður orðinn ansi gloppóttur  eins og kunnugir vita.
 Eins og ég hef áður sagt fer allt í hring og eftir að hafa reynt allar mögulegar og ómögulegar nýungar og tæknibrellur í viðureiginni við rebbann er aftur farið að treysta á tunglsljósið og föðurlandið en ég er hættur að liggja við ætin  í snjósköflum.
Flettingar í dag: 727
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808955
Samtals gestir: 65379
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 14:44:39
clockhere