31.01.2008 21:37

Vetur konungur. (Og fyrsti hundurinn skráður i sölu)

 Já það er bara kominn alvöruvetur. Nú er þetta vestanáttargutl búið og norðaustanáttin hefur komið súrefninu á góða hreyfingu. Mér finnst það þakkarvert þegar sá sem veðrinu stjórnar notar nóttina í versta veðrið. Um það leyti sem ég skreiddist upp úr pottinum um kl 11 í gærkveldi var ljóst að eitthvað var að gerast , farið að snjóa og þaut vel í fjöllunum. Þegar ég hrökk upp við vondan draum um fimmleytið ( feilskaut á mórauða refinn sem var að koma í ætið) var auðheyrilega albrjálað veður. Það var gengið yfir þegar skrönglast var í fjósið í morgun .
 Og na áttin klikkaði ekki á því, að allur snjór sem eitthvað los var á hafði  fokið út á hafsauga nema nýir skaflar höfðu myndast  þar sem aðstæður buðust.
  Þar var hestamiðastöðin í Söðulsholti veikust fyrir og fór hluti dagsins í að moka snjó þar af plani og úr gerði.

    Og þau merku tíðindi gerðust í dag, að fyrsta skráning heimasíðunnar í hundar/hvolpar til sölu, fór fram. Þarna er kominn inn hvolpur sem ég held að verði vandræðalítið ungmenni og notadrjúgur vinnuhundur án flókinnar tamningar. Reyndar þekki ég hann ekki persónulega en systir hans kemur sér ákaflega vel hér og vekur tiltrú hjá eigandanum um gæfuríka framtíð.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere