30.01.2008 20:59

Leika sér.


 Ég komst bara á hestbak í dag .Og það var flott. Stígandi hefur verið í fríi síðan í leitum og lék við hvern sinn hóf. Ég sýni ykkur einhvern tímann montmyndir af honum.
Þegar ég var að setja mig í stellingar að klára málið og skella út kindum/hvolpi kom babb í bátinn. Atli birtist í vélsleðagallanum og eftir smá íhugun sá ég að hvolpurinn er ekki nema 6 mán. og fullsnemmt að fara með hann í kindur. Já það var tekið á því á sleðunum. Söðulsholtsbóndinn var tekinn með ásamt kaupakonunni. Vegna þess að Atli er á alvörusleða og hagar sér stundum eins og hann búi við verulega heilaskerðingu, var nágrannanum gerð rækileg grein fyrir því, að hann væri á skilorði og ef hann reyndi að elta vitleysinginn upp á fjallstoppana myndi hann ekki frétta af næstu ferð fyrr en við kæmum til byggða. Hann samþykkti það með brosi á vör minnugur þess hvað skeði, þegar hann nálgaðist einn fjallstoppinn í síðustu fjallaferð sem var að vísu fyrir tveim árum. Síðan við feðgarnir urðum næstum úti í snælduvitlausu veðri sem skall á okkur hér uppi á fjallgarðinum erum við ákaflega veðurhræddir þegar snjósleðaferðir eru annarsvegar, þá vorum við frekar litlir með Stóra Langadalinn + Hestgilið á hægri hönd og Hestinn til vinstri og sáum ekki til jarðar og rétt héngum á sleðunum í rokinu.
 Nú var spáð vitlausu veðri þegar liði á daginn og var því litið til lofts á 5 mín. fresti.
 Reyndar horfðum við stíft til jarðar þegar við brunuðum gegnum refaóðalið (mikið af slóðum) þar sem óþekkt gren komst upp í vor en þar eru á vakki refurinn og 4-5 hvolpar. Þeim á trúlega eftir að fækka fyrir sumarið en gamli rebbinn verður erfiður því hann hefur einhverntímann hitt óheppinn veiðimann (bílgluggamann) og er sá styggasti sem ég hef séð úr bíl.
 
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere