29.01.2008 20:50

Áburðarverðið og !

 Ég var að prenta út hjá mér áburðarverðin hjá F.B og S.S. Þegar ég sá tölurnar ákvað ég að ljúka kvöldblogginu áður en ég legðist yfir þær en það er ljóst að trúlega verð ég ekki blogghæfur næstu dagana eftir það. Af fyrstu tölum mátti þó ráða að þótt áburðarsölumaður FB vestan Breiðafjarðar verði auðvitað ekki i góðum málum að selja í vor verði þó aðrir í enn verri málum. Nú liggur fyrir að ljúka við áburðaráætlunina og gera sér grein fyrir kostnaðaraukanum sem verður á bilinu 4 - 600.000 ´hér.
 Það lítur út fyrir að köfnunarefnið hækki minnst( ekki eins mikið) og hin efnin svo nú verður búfjáráburðurinn tekinn með í dæmið og svindlað e.h. á hinum efnunum þetta árið, allavega á eldri túnunum.
 Og það var bara gott veður í dag fyrir utan éljagang í morgun. Byggið er komið vestur yfir fjörð og þó ég sé samviskulaus í viðskiptum létti mér stórlega við það.

  Nú er ég ákveðinn í tvennu sem ég ætla að framkvæma fyrir eða um helgina. Fara með 6 mán. hvolpinn minn í kindur og taka skeifnasprettinn á Stíganda. Vonandi stendur hvolpurinn sig, svo ég geti sýnt hundaáhugamönnum sem slæðast hér inn hvernig hann ber sig til við frumraunina. Ef hinsvegar ekkert heyrist um þetta meir má búast við geðvonskupistlum frá mér í framhaldinu.
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808366
Samtals gestir: 65353
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 04:10:10
clockhere