15.01.2008 21:41
Syngjandi sæll og glaður......
Svanur var að hringja, afar léttur í tali, og mikið sungið á bak við hann. Mér skildist að það væru þreyttir Íslendingar, búnir að labba mikið um sali Agromek sýningarinnar, og sjá margt af eigulegu dóti. Ekki efa ég það. Svanur bað mig að skila því að hann væri mest að skoða dönsku kúakynin og athuga kosti og galla. Spurning hvort hann gleymi göllunum.
Hér báru 2 kvígur í dag, Rúnar dýralæknir kom og aðstoðaði Atla við að ná dauðum kálfi frá annarri. Hin var borin þegar komið var í fjósið til kvöldmjalta, alveg snælduóð og lá við að hún hjólaði í Atla þegar hann var að færa kálfinn betur upp í básinn. Hún var samt hin prúðasta meðan við mjólkuðum hana. Aðalhausverkurinn með þessar kvígur er að finna nöfn við hæfi, því ef ég sting upp á viðeigandi nöfnum ( að mér finnst) þá finna þeir feðgar þeim allt til foráttu. Það er ein kvígan sem er alveg meiriháttar, fallegt júgur og góðir spenar, skapgóð, malar næstum meðan hún er mjólkuð og þar að auki falleg á litinn. Ég stakk upp á nöfnunum Æði eða Meiriháttar en fékk svona augnaráð sem ég ætla ekki að lýsa frekar. Ég hugsa ég laumist bara í fjóstölvuna og skrái nöfnin án þess að spyrja kóng eða prest.
Og svona í lokin, þá er hér bara ekkert svo afleitt veður, ekki snjókoma en skefur.
Hér báru 2 kvígur í dag, Rúnar dýralæknir kom og aðstoðaði Atla við að ná dauðum kálfi frá annarri. Hin var borin þegar komið var í fjósið til kvöldmjalta, alveg snælduóð og lá við að hún hjólaði í Atla þegar hann var að færa kálfinn betur upp í básinn. Hún var samt hin prúðasta meðan við mjólkuðum hana. Aðalhausverkurinn með þessar kvígur er að finna nöfn við hæfi, því ef ég sting upp á viðeigandi nöfnum ( að mér finnst) þá finna þeir feðgar þeim allt til foráttu. Það er ein kvígan sem er alveg meiriháttar, fallegt júgur og góðir spenar, skapgóð, malar næstum meðan hún er mjólkuð og þar að auki falleg á litinn. Ég stakk upp á nöfnunum Æði eða Meiriháttar en fékk svona augnaráð sem ég ætla ekki að lýsa frekar. Ég hugsa ég laumist bara í fjóstölvuna og skrái nöfnin án þess að spyrja kóng eða prest.
Og svona í lokin, þá er hér bara ekkert svo afleitt veður, ekki snjókoma en skefur.
Skrifað af Halla