06.01.2008 11:03

Þrettándanum þjófstartað


  Hér renna framhjá hver góðviðrisdagurinn á fætur öðrum öllum til mikillar ánægju en það er samt eins og sumir séu hálffeimnir við þetta tíðarfar eftir það sem á undan er gengið.

 Um miðjan daginn fékk "viðhaldsdeild" hitaveitunnar ágæta æfingu þegar lögnin til undirritaðs  fór í sundur þar sem hún liggur í nokkurra metra fjarlægð frá bálkestinum sem verið var að snyrta til fyrir brennuna. Að fenginni reynslu var þess nú gætt að koma öllum hrossum í gerði eða hús fyrir kvöldið enda búið að fjárfesta í alvöru púðursýningu hjá björgunarsveitinni.
  Um kvöldið í stafalogni að sjálfsögðu var kveikt í en þarna var kominn sá stærsti bálköstur sem sést hefur í Eyjarhreppnum fyrr og síðar,Meðal annars innvols úr fjárhúsum sem nú eru að verða hesthús og það sem hefur fallið til við framkvæmdirnar í Söðulsholti en þar er refahúsið horfið en vélageymsla(dótakassi) risið á sama stað.Í enda dótakassans er síðan gestahestahús fyrir 10 (plús) hross m.a. fyrir væntanleg námskeið sem koma til með að verða haldin í reiðhöllinni.
  Það var meiriháttar að sjá tíuþúsundkallana springa í háloftunum og kostunaraðila og björgunarsveit var klappað lof í lófa að sýningu lokinni.
 Að lokum var þeim sem slúksuðu sem lengst við brennuna boðið í kakó og ja já  m.a. rjóma á Rauðkollstöðum hjá Auðun og Önnu Margréti.
 Í kvöld brenna síðan Kolhreppingur út jólin en það er ljóst að þeir fá bara afgangsdótið hjá björgunarsveitarmönnum þetta árið sem ég persónulega tek að sjálfsögðu ákaflega nærri mér en svona er lífið.
Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 839
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 809256
Samtals gestir: 65402
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:38:19
clockhere