03.01.2008 22:01

Vorblíða í sveitinni.

 Já í dag var hér vorblíða 7 stiga hiti en blessuð sólin var samt fjarri góðu gamni.
 Snjórinn sem var nú laus í sér hverfur hratt og snjósleðafærið sem ekki á að haggast fyrir ofan ákveðna hæðarlínu á þessum árstíma lætur því miður undan eins og veikgeðja hundur fyrir óagaðri rollu (úr Kolbeinsstaðarhrepp.)
Það var farið í Borgarnes að útrétta hitt og þetta um leið og beygjutjakkurinn var sóttur þangað sem hann var í láni. Atli er kominn í mikinn ham við bílsmíðarnar því hann vill trúlega ekki upplifa annað snjótímabil með torfærutækið óklárt á verkstæðinu. Hann leit þó upp frá verkinu þegar ég fór að velta fyrir mér hugsanlegum plægingum ef hlýindin héldust. Það verður svo  kannað á morgun hversu mikill klaki er í jörð. Já það er í lagi að sólin haldi sig bak við skýin í nokkra daga í viðbót við alla hina svo ekki kólni.
Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 607
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1229892
Samtals gestir: 74914
Tölur uppfærðar: 24.12.2025 02:53:45
clockhere