27.12.2007 09:22

Fyrsti bylur vetrarins.


  Það er þannig hjá okkur hér á nesinu að jafnfallinn snjór liggur aldrei lengi kyrr nema bloti í hann.Þegar kom fram á gærdaginn fór að komast nokkur hreyfing á súrefnið og snjóinn og var svona pinkubylur á tímabili.
 Þetta var samt ekki alvöru og færðin hélst  svona nokkurnveginn í lagi.

Það báru svo tvær kýr(kýr/kvíga) í nótt og sú eldri kom með kvígu eins og um var beðið. Það er hinsvegar mörg búmannsraunin og nú stefnir í að mjólkurtankurinn (2200 l.) verði of lítill fyrir helgarmjólkina(3 dagar) þrátt fyrir að það sé með markvissum hætti reynt að dreifa framleiðslunni sem jafnast á árið.

  Jólahaldið fer annars fram með ásættanlegum hætti og með miklu aðhaldi í matarræði undirritaðs eru vonandi öll áramótaheit óþörf .
Flettingar í dag: 765
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808993
Samtals gestir: 65381
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 16:22:40
clockhere