24.12.2007 12:05
Jesssssss, hvít jól.
Í fyrsta sinn í ég veit ekki hve mörg ár lítur út fyrir alvöru hvít jól. Alhvítt úti og smá snjómugga. ( er samt hrædd um að muggan sé að breytast í úða, en vonandi er það bara rugl) Í morgun brakaði í snjónum þegar ég fór að sækja þvott á snúrauna því hér var þessi fínasti fátækraþerrir í gær svo ég lét slatta vera á snúrinni í nótt. Tek samt ekki oft sjensinn á því, rokið hérna er ekki mjög snúruvænt.
Svo bar ein kýrin í morgun tveimur flottum kvígum, nú þarf að leggja höfuðin í bleyti og finna jólaleg nöfn. Einhverjar uppástungur þið þarna úti???
Bóndinn og yngri dóttirnin eru að skella léttum hádegisverði á borðið, síld, rúgbrauð, ristað brauð og reyktur lax.
Svo bar ein kýrin í morgun tveimur flottum kvígum, nú þarf að leggja höfuðin í bleyti og finna jólaleg nöfn. Einhverjar uppástungur þið þarna úti???
Bóndinn og yngri dóttirnin eru að skella léttum hádegisverði á borðið, síld, rúgbrauð, ristað brauð og reyktur lax.