22.12.2007 20:55

Jólahald og skammdegi.


  Þó ég sé ekki enn genginn í Ásatrúarsöfnuðinn er dagurinn í dag mér ákaflega mikilvægur.
  Mér finnst alltaf meiriháttar þegar daginn tekur að lengja á ný og innan nokkurra vikna sé svartasta skammdegið að baki.Ég verð samt að viðurkenna að þó það sem af er skammdeginu sé bæði blautara og dimmra en oftast áður hefur það ekki angrað mig mikið aldrei þessu vant, hver sem skýringin er á því.
 Það var farið i Borgó í dag í lokaverslun  til jólahalds.Ég var hafður með sem burðardýr og þegar ég renndi drekkhlaðinni körfunni að afgreiðslukassanum var mér orðið nokkuð ljóst að ég myndi ekki leggja af þessi jólin.Gallinn við hækkandi aldur er m.a.sá að árleg viðbót á líkamsþyngd vegna jólahalds gengur ekki til baka næstu mánuðina eins og í gamla daga þrátt fyrir ýmis áhugaverð áramótaloforð.
 
  Það er búið að ganga á með éljum í dag og ekki útilokað að jólin verð hvít í ár eða allavega grá.
  Fyrsta kálfs kvígan sem bar í dag er sú sjötta sem ber í haust/vetur og virðist ætla að virka vel.Af hinum fimm var ein aldrei mjólkuð (ónýtt júgur) .Tvær eru óhæfar í ræktun vegna meiriháttar fúllyndis.Ein er svona la la og sú síðasta er fín.Sem sagt tvær  góðar af sex..Enda er það öllu skynsömu fólki óskiljanlegt að einhverjir rugludallar skuli vilja kynbæta hinn frábæra Íslenska mjólkurkúastofn með innflutningi á erfðaefni úr dularfullum óverðugum erlendum kúakynjum með einhverjum allt öðrum afurða og arðtölum en henta hér á klakanum.

 Megi svo guð  gefa ykkur öllum gleðileg jól.

      
 
Flettingar í dag: 745
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808973
Samtals gestir: 65379
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 15:36:43
clockhere