09.12.2007 23:09

Góður dagur!

    
   Iðunn og Dóri drógu mig með á trippa og folaldasýningu að Miðfossum í  Andakíl sem haldin var á vegum Hrossaræktarsamband Vesturlands.
  Með í för voru tveir veturgamlir folar frá mér og Einari.
Þetta var mikil sýning með 76 skráðum gripum alls en þarna voru sýnd folöld og veturgamalt sem skipt var eftir kynjum. Þarna var margur eigulegur gripurinn sýndur og rýmið og flottheitin sérstaklega á mörgum folaldanna var slíkur að maður velti því fyrir sér hvar þetta myndi nú enda.
  Þegar að sá veturgamli minn,Funi frá Dalsmynni vann sinn flokk þá leið mér ekki illa.
Þó móðirin Von sé fædd í Söðulsholti úr ræktuninni hjá Gústa og Dittu þá er hún í beinan kvenlegg af gamla Dalsmynniskyninu(Þaðan er fasið og léttleikinn nefninlega) .
Ef farið er inní myndaalbúmið (Hrossin okkar) sést vel á þremur myndum þar hvernig ungviði  kynbótadómararnir þrír sem dæmdu tryppin vilja sjá.
   
Flettingar í dag: 452
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 430
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 670491
Samtals gestir: 58992
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:22:29
clockhere