Blog records: 2008 N/A Blog|Month_3
31.03.2008 21:46
Stóri Langidalur og víkingasveitin.
Þar kom að því að austurbakkamenn brettu upp ermarnar og gerðu áhlaup í/á Langadalinn. Það var enginn annar en refaskyttan og snillingurinn hann Sveinbjörn á Hlíð sem skipulagði verkið og stjórnaði aðgerðum. Hann hefur eins og ég, haft pínulítinn grun um að kannski væri dalurinn ekki alveg fjárlaus, enda vandaði hann valið þegar kom að liðsaflanum. Fjórhjóladeildina skipuðu þeir Ásberg í Hraunholtum og Jakob í Mýrdal. Síðan tók hann í liðið Albert á Heggstöðum til að gulltryggja að skynsemin myndi nú ráða við endanlega skipulagningu og ekkert klúður yrði í leitinni.
Engum sögum fer af hundakosti þeirra félaga enda greinilega valið í fjórhjóladeildina með það í huga að ef yfirgefa þyrfti hjólin vegna brattlendis myndu smalarnir léttilega hafa í öllu tré við fálurnar ef einhverjar fyndust. Vandamálið við framhaldið er það, að þegar skipulagningin er í lagi og vel að verki staðið er ekkert skemmtilegt til að segja frá, nema þarna náðust 14 kindur og ekki seinna vænna því nú fer að grænka þarna í hlíðunum hvað líður.Ein þessar kinda var að ljúka sínum öðrum vetri í útilegu.
Og gimbrin sem ég heimti þarna mun væntanlega eiga eftir ca. mánuð í burð.
Að öllum líkindum verður Stóri Langidalur nú fjárlaus í alvöru í nokkrar vikur svo byrjar nýr rolluhringur með tilheyrandi vetrarsmalamennskum.
Engum sögum fer af hundakosti þeirra félaga enda greinilega valið í fjórhjóladeildina með það í huga að ef yfirgefa þyrfti hjólin vegna brattlendis myndu smalarnir léttilega hafa í öllu tré við fálurnar ef einhverjar fyndust. Vandamálið við framhaldið er það, að þegar skipulagningin er í lagi og vel að verki staðið er ekkert skemmtilegt til að segja frá, nema þarna náðust 14 kindur og ekki seinna vænna því nú fer að grænka þarna í hlíðunum hvað líður.Ein þessar kinda var að ljúka sínum öðrum vetri í útilegu.
Og gimbrin sem ég heimti þarna mun væntanlega eiga eftir ca. mánuð í burð.
Að öllum líkindum verður Stóri Langidalur nú fjárlaus í alvöru í nokkrar vikur svo byrjar nýr rolluhringur með tilheyrandi vetrarsmalamennskum.
Written by svanur
30.03.2008 22:00
Vestmannaeyjaferð.
Það var verið að ferma Eyjaprinsessuna hana Guðrúnu Svanlaugu í gær og allir sem vettlingi gátu valdið af Dalsmynnisliðinu mættu á staðinn. Atli var skilinn eftir heima til að halda búrekstrinum gangandi ásamt hundum og köttum. Sá hluti þjóðvegakerfisins sem tilheyrði Herjólfi var seinfarinn en afslappandi og allir við hestaheilsu í ferðalok.
Í Vestmannaeyjum fara fermingar fram á laugardegi enda eyjaskeggar (reyndar kalla þeir sig meginlandsbúa en við hin búum á eyju) á undan sinni samtíð. Og veislan var meiriháttar og stóð linnulítið frá hálf tvö og fram yfir miðnætti. Alla vega fyrir okkur sveitapakkið og nokkra aðra. Ég tók svo fyrri ferðina heim ásamt Munda(kl.átta) en hitt kom svo með fjögur ferjunni. Það var stafalogn og sól allan laugardaginn og reyndar í dag líka og þóttu okkur þetta firn mikil. Þegar við héldum því fram að það hlytu að vera tugir ára síðan hefði verið logn í Eyjum vorum við minnt á veðráttuna á Nesinu og var málið þar með dautt. Nú er svo bara að bíða eftir fermingunni hans Víðis, fótboltakappa og skáksnillings. Hún verðu væntanlega haldin eftir 5 ár og eins gott að hann gleymi ekki að bjóða okkur.
Í Vestmannaeyjum fara fermingar fram á laugardegi enda eyjaskeggar (reyndar kalla þeir sig meginlandsbúa en við hin búum á eyju) á undan sinni samtíð. Og veislan var meiriháttar og stóð linnulítið frá hálf tvö og fram yfir miðnætti. Alla vega fyrir okkur sveitapakkið og nokkra aðra. Ég tók svo fyrri ferðina heim ásamt Munda(kl.átta) en hitt kom svo með fjögur ferjunni. Það var stafalogn og sól allan laugardaginn og reyndar í dag líka og þóttu okkur þetta firn mikil. Þegar við héldum því fram að það hlytu að vera tugir ára síðan hefði verið logn í Eyjum vorum við minnt á veðráttuna á Nesinu og var málið þar með dautt. Nú er svo bara að bíða eftir fermingunni hans Víðis, fótboltakappa og skáksnillings. Hún verðu væntanlega haldin eftir 5 ár og eins gott að hann gleymi ekki að bjóða okkur.
Written by svanur
28.03.2008 10:41
Kjarabaráttan.
Fyrir okkur sem erum að dúlla okkur í mjólkurframleiðslunni var gríðarlega mikils virði að ná þessari hækkun á mjólkinni 1.apríl. Það var ekki minna virði að það skyldi verða svo til algjör sátt um málið og sýnir hversu þýðingarmikið er að tala hlutina rétt upp. Ekkert væl en staðreyndirnar á borðið. Fulltrúi ASÍ sem eðli málsins samkvæmt á að standa á bremsunni gat ekki verið vægari í mótstöðunni. Í þeirri umræðu hefði reyndar mátt benda á að bændurnir eru auðvitað með sínar neysluskuldir rétt eins og almenni borgarinn. Vaxtakjör búrekstursins hljóta hinsvegar að leita út í verðlagið eins og hjá öðrum fyrirtækjum. Á þeim tímapunkti sem farið var að velta fyrir sér niðurgreiðslum á áburðarverðinu steinhætti mér að lítast á blikuna. Slíkur gerningur myndi óhjákvæmilega hverfa til baka á einhverjum tíma hugsanlega án þess að neitt kæmi á móti. Áhyggjuefnið nú er hvernig rétta á af hækkanirna hjá sauðfjárbændunum. Þar er annað kerfi í gangi þar sem verðin stjórnast fyrst og fremst af svína og kjúklingakjötinu þó einhverjir vilja trúa öðru. Hér á bæ þar sem stunduð er styrkjalaus sauðfjárrækt er ljóst að meðlagsgreiðslurnar með dilkakjötsframleiðslunni munu aukast. Þá er bara að ydda blýantinn setja dæmið öðruvísi upp og fjölga liðunum sem laumað er yfir á mjólkurframleiðsluna, líta svo til himins og tala um lífsstíl eins og hitt rollufólkið.
Ég verð síðan á faraldsfæti um helgina og þar sem sjóferðin til Eyja leggst afar illa í mig og verulegar efasemdir uppi, um að ég lifi hana af bið ég ykkur vel að lifa og ganga hægt um gleðinnar dyr nú sem endranær.
Ég verð síðan á faraldsfæti um helgina og þar sem sjóferðin til Eyja leggst afar illa í mig og verulegar efasemdir uppi, um að ég lifi hana af bið ég ykkur vel að lifa og ganga hægt um gleðinnar dyr nú sem endranær.
Written by svanur