Blog records: 2014 N/A Blog|Month_12

28.12.2014 20:19

Kindur, hundar og hross og ........


Já, það er umhugsunarvert að loksins þegar maður er kominn með betra netsamband en nokkru sinni í öll þessi ár, þá fer maður að koksa  á blogginu emoticon .

 Eftir einstaklega fínt tíðarfar í nóvember varð kúvending  í desember. Snjórinn helltist yfir og náði aldrei þessu vant að halda kyrru fyrir sem er afar óvanalegt á sunnanverðu Nesinu.

 Ég held því oft fram að það sé hægt að nota snjósleða á tíu ára fresti hér.

 Nú verða snjósleðarnir teknir til kostanna þó birtuskilyrðin séu kannski ekki eftir bókinni í skammdeginu.

 Svörtufjöll t. h. Skyrtunna í miðið og Ljósufjöll fjærst. Þríhnjúkar t. v.


Undir snjónum er svo frostlaus jörð svo það eru nagaðar neglur  ef einhverjum dettur í hug að velta fyrir sér kalhættu ef einhverntímann vorar á ný.

Fullorðna féð var tekið á hús og rúið 16 nóv.  Þær hafa svo velflestar gengið 18 - 20 dögum seinna, svo þegar sæðingar hófust þ. 10. voru ekki að ganga nema 1 -5  á dag. Svo nú er á hreinu hvernig samstillt verður næsta haust.emoticon

  

 

 Smali og Korka kunna þetta alveg og stilla sig sjálf saman í vinnunni nema eitthvað sértækt sé í gangi.  


Eftir kyrrstöðu í hvolpaframleiðslu í tæp tvö ár eru allt í einu til hvolpar á bænum sem er bæði skemmtilegt og ja, svona .emoticon

  Hér er helmingur þeirra að kíkja á heiminn í fyrsta sinn, rúmlega mánaðagamlir. Þetta got er svona fyrsta sporið í smá kerfisbreytingu í hundaræktinni og tamningunum hjá mér . Þið fáið örugglega nóg af umfjöllun um það áður en lýkur. emoticon



 Já þetta er fyrsta haustið sem ég hef sinnt hundatamningum og munaði litlu að síðasti nemandinn yrði innlyksa hjá mér um jólin vegna ófærðar og alvöru vetrarveðra. Það er svo vonandi að snjóalögin rústi ekki fyrir mér tamningaplönum vetrarins því þó inniaðstaðan bjargi miklu er samt nauðsynlegt að komast út nemendurna þegar grunninum er náð.


 Já. Það var meira að segja fjárfest í hvolpi ..


 Þetta er hún Embla frá Miðhrauni, hálfsystir Korku og Smala. Faðirinn er Keli frá Dalsmynni og þó þessi ræktun eins og öll önnur, sé alltaf lotterí þá vonar maður að þarna séu skemmtileg gen að vinna úr. Þegar hvolpar eru svo annarsvegar er bjartsýnin alltaf ríkjandi þar til annað sannast.emoticon


 

   Fyrst það er verið að ræða ræktun og tamningar þá verða þessir vonandi frumtamdir í vetur. Sigurssonurinn Dreyri á fimmta v. nær  og Flugarr Flákason á 4v. fjær.


Já, já, Svo er það bara gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir heimsóknirnar á því gamla.

  • 1
Today's page views: 155
Today's unique visitors: 9
Yesterday's page views: 883
Yesterday's unique visitors: 50
Total page views: 660484
Total unique visitors: 58372
Updated numbers: 24.11.2024 03:08:43
clockhere