Blog records: 2017 N/A Blog|Month_7

23.07.2017 09:44

Og sumarið bara að verða búið

   Þegar ljósin fara að kvikna á ljósastaurunum síðla kvölds átta ég mig á að sumarið er að klárast á ógnarhraða.

 Stundum leik ég á það með því að slá út örygginu fyrir staurana en meira að segja ég, átta mig á  að það er skammgóður vermir. emoticon  

   En það er sem sagt á þeirri stundu sem rennur upp fyrir mér hvað ég á mikið eftir að gera fyrir haustið.

   Það sem af er sumri hefur samt verið mér býsna gott,- þó það eigi eftir að flokkast undir rigningasumar hér um slóðir. 


      Áð við Svínavatn, komin af Rauðamelsheiðinni á degi 4.

  Ein góð 5 daga hestaferð búin og önnur á teikniborðinu. Hvort hún dagi þar uppi kemur í ljós.  

  Óvíst að 7 daga ferðin norður strandir og suður dali verði framin þetta sumarið frekar en liðin sumur ,- en samt alltaf jafn skemmtileg á teikniborðinu emoticon . 

  Þrátt fyrir stöðugan niðurskurð í hundatamningum eru 5 st. i námi þessa stundina  2 "aðkomu " í bið og síðan er 7 hvolpa gotið undan Sweep verkefni haustsins og fram í mars. 

  Þá tekur vonandi við got no. 2 ef allt gengur vel með það emoticon . 

  Já hundarnir verða málið hjá mér næsta árið a.m.k.emoticon 

  Og ég get sagt ykkur það í trúnaði, að það að standa í þessu gengur ekki nema viðfangsefnin séu dálítið spennandi og skemmtileg. 



 Jaa, reyndar verður að vera ásættanleg aðstaða fyrir hendi líka, bæði gisti og vinnuaðstaða. 

  En þið fáið örugglega nóg af þeirri umræðu áður en lýkur emoticon .

Ég vil svo þakka þeim ykkar sem eruð að kíkja reglulega inn á síðuna mína þrátt fyrir langvarandi ördeyðu þar.  
Það verður  til þess að ég sest aftur við lyklaborðið og reyni að gera eitthvað. 
  • 1
Today's page views: 3525
Today's unique visitors: 168
Yesterday's page views: 668
Yesterday's unique visitors: 92
Total page views: 651623
Total unique visitors: 58044
Updated numbers: 21.11.2024 18:27:08
clockhere