Kindurnar.

Fjárhús byggt. 2012

 Það voru þjrú skýr markmið sett þegar ákveðið var að koma sér upp bættri aðstöðu fyrir sauðféð síðla árs 2011.

Gert eins ódýrt og mögulegt væri.

Vinnuaðstaðan yrði að vera mjög góð.

Lögð áhersla á að fá sem allra mesta nýtingu á húsið þ.e. kind/á ferm.

 Byggt var 200 fm.stálgrindahús. Grindin var upphaflega flutt inn sem 160 fm. íbúðarhús 10 mín fyrir hrun en eftir smá breytingar á burðarvirki endaði hún hér.

 Að mestu leiti unnið af heimamönnum. Öll steypa hrærð á staðnum og allt smiðað heima sem hægt var.



 Næst tvær tveggja hesta stíur. Gangurinn til v. nýtist í rögun  svo hægt sé að hringreka féð . Einnig sem jata ef þarf.

 Tvær heimasmíðaðar gjafagrindur og 4 krær.

Tvær þeirra nokkuð minni fyrir gemlinga og veturgamlar.



 Það tekur nokkrar mínútur að koma upp heimasmíðaða rögunarganginum og hægt að sleppa úr honum í 3 áttir í haustraginu.



 Aðstaðan til að setja inn rúllurnar er m.a. notuð í rúninginn.



 Það þarf að moka út tvisvar á ári og er nokkurra klst. verk.



Rúllan skorin með traktor fyrir gjöf.



 Sauðburðaraðstaðan er í sambyggðu húsi í gamalli hlöðu sem er síðan notuð í hundatamningar  yfir veturinn.



 Ef heyið er forþurrkað hæfilega, helst taðið þurrt án hálmunar.

Já það er um 160 fjár í þessari aðstöðu, gegningartíminn ágætlega ásættanlegur og ekki var seinna vænna að koma sér upp góðri sauðburðaraðstöðu eftir hjarðmennsku undangenginna áratuga.

Og sett markmið náðust algjörlega.

Eldra.

Þegar fjárhúsunum var breytt í fjós árið 2004 var fénu fækkað niður í um 130 og því komið fyrir í flatgryfju og hlöðu. Þar gengur það á taði/hálmi og unir vel hag sínum.


 Jörðin Dalsmynni er á margan hátt vel fallin til sauðfjárræktar.


 Séð yfir hluta af Tungunum (Geithellistungum) sem er innst á Núpudalnum austanverðum.

Um helmingur jarðarinnar er vel gróið fjalllendi en niðurlandið algróið uppþurrkað mýrlendi sem búið er að rækta að hluta.

                   Fyrstu kindurnar koma niður í Skaflahlíðina í smalamennsku.

    Fyrir miðjan júní er féð einfaldlega rekið upp fyrir túngirðingarnar og það sést síðan varla fyrr en í leitum á haustin.



Hundarnir sem skipa stórt hlutverk í smölun og fjáragi eru hér að raða sér upp við innrekstur.

 
Smalamennskurna eru tiltölulega fljótlegar 4-8 klst. hvert leitarsvæði. Þau eru að vísu 3 nú um
stundir. .


Hér halda Assa og Vaskur kindunum við efnið hjá rekstrarganginum.



Gemlingarnir hausti 2007.
 Sjá myndaalbúm.   

Today's page views: 3402
Today's unique visitors: 145
Yesterday's page views: 668
Yesterday's unique visitors: 92
Total page views: 651500
Total unique visitors: 58021
Updated numbers: 21.11.2024 15:01:12
clockhere