Hitaveitan.
Árið 2001 var lögð hitaveita um hluta Eyjarhrepps eða á 7 bæi. Borað var eftir heitu vatni í landi Kolviðarness en þar náðist 67 gráðu heitt vatn. Þetta var mikil framkvæmd en samtals var lögnin um 13 km að lengd. Síðan hafa tvö lögbýli og byggþurrkunin verið tengd hitaveitunni. Nú er veitan að nota um 4- 5 l/sek. þegar þurrkunin er ekki í gangi.
Dalsmynni sf á 1/7 í veitunni en stofnað var sameignarfélag um hana, Kolviðarnes sf.
Hér í Dalsmynni eru hituð upp 2 íbúðarhús og vélageymsla ásamt talsverðri notkun í fjósi en t.d. er hitaveituvatn eingöngu notað til þvotta á mjaltakerfinu. Svo ekki sé minnst á heita pottinn sem farið er í flest kvöld.
Dæluhús hitaveitunnar við Kolviðarnesvötn. Söðulsholtsbóndinn lítur rannsakandi yfir á
Austurbakkann.
Hitaveita er að verða mjög fullkomin tæknilega . Ein dæla sér um dælingu á alla lögnina og er varadælan niðursett og tilbúin til gangsetningar ef hin bilar.
Sú til vinstri er sú upphaflega. Þegar byggþurrkunin bættist við var hin sett upp og er hún keyrð yfir þurrktímann. Dælurnar eru með hraðastýringum og sjá um að halda réttum þrýstingi á kerfinu.
Vararafallinn á að koma sjálfvirkt inn ef rafmagnið fer einhverra hluta vegna. Hann fer sjálfkrafa út nokkrum mínútum eftir að rafmagnið kemur aftur.
Upphaflega taflan til hægri. Töfluskápnum til vinstri var bætt við þegar lokaátakið var gert í öryggismálunum.
Hér streymir tæra gullið upp. Borholan er skáboruð og sker hitaæðina í 256 m. dýpi eins og til var ætlast. Niðurdrátturinn er um 4 m. við 4 sekl. dælingu en djúpdælan er með handvirkri hraðastýringu.
Sjá nánar í myndaalbúmi. http://dalsmynni.123.is/album/default.aspx?aid=125249