Blog records: 2019 N/A Blog|Month_7

30.07.2019 21:27

Seigur 12 mán.



Í síðasta gotinu undan Sweep vakti einn rakkinn fljótlega athygli mína vegna ýmissa hluta.

 Það var t.d.ekki nóg með að hann færi langfyrstur að brölta útúr gotstíunni heldur hélt hann því áfram með ótrúlegri seiglu og útsjónarsemi,eftir að ég fór að vinna í því að halda honum inni.
 
     Þegar hann klifraði svo að lokum yfir metersháa möskvagrind setti ég loksins fjöl á brúnina til að loka málinu.??

    Ég hafði ákveðið að láta alla rakkana en á síðustu metrunum stóðst ég ekki mátið, skírði hann Seig og hætti við söluna á honum. Í gær héldum við svo upp á ársafmælið hans með videóinu hér fyrir neðan. 

   Seigur er hundur sem myndi henta mér ákaflega vel. Áhuginn alveg í efri mörkunum,harðskeyttur og fylginn sér. Þar sem ég er ofhaldinn af góðum hundum er Seigur taminn með það í huga að einhver sérvalinn muni njóta krafta hans í framtíðinni.

 Slóð á hann í æfingu á 12 mán. afmælinu   Smella hér.

  • 1
Today's page views: 1800
Today's unique visitors: 84
Yesterday's page views: 1110
Yesterday's unique visitors: 80
Total page views: 446615
Total unique visitors: 41359
Updated numbers: 18.5.2024 21:49:02
clockhere