Blog records: 2020 N/A Blog|Month_4
17.04.2020 21:56
Sposk 9 mán.
Stundum gengur allt upp í ræktuninni( mætti gerast oftar) og maður fyllist bjartsýni á lífið og tilveruna.
Hér fyrir neðan er myndband af 9 mánaða tík, Sposk frá Dalsmynni.
Hér er hún komin vel af stað í hliðarskipunum og að sækja og reka.
Styttist í að ég fari að sýna henni ótamið fé,- en ekki strax samt því hún er svo ung.
Hún er úr sama goti og Smali sem ég sást byrja með í þriðja bloggi hér neðar. Þetta er got undan Skessu ( undan Korku og Sweep.) og Tind frá Húsatóftum.
Ég byrjaði aðeins með Sposk í feb. Hún var fljótt tilbúin í námið , áhugasöm og bætir jafnt og þétt við áhugann.
Skemmtilega meðfærileg , fljót að skilja um hvað málið snýst og með eindæmum skilningsrík .
Hún er sérstaklega yfirveguð og róleg að eðlisfari sem hentar vel gamlingja sem blóðið rennur fremur hægt í .
Þó hún beri það ekki með sér er hún mjög ákveðin týpa. Mun í framtíðinni ganga beint og yfirvegað að staðri kind og fara í hana til að koma henni af stað.
Nákvæmlega eins og ég vil að að það sé gert.
Þessi stresslausa ákveðni kemur úr báðum ættum.
Nú fær hún gott sauðburðarfrí og svo verður staðan tekin í júní.
En hér er myndbandið. Smella hér.
8 mán. myndband, Smella hér.
4 mán. myndband. Smella hér.
Written by svanur
05.04.2020 10:01
Skipanirnar. Irrdan , bíttann o.sv.frv.
Ég hef einfaldan smekk þegar kemur að vinnuskipunum.
Flokka þær reyndar í harðar og mjúkar skipanir þegar ég er í fræðslugírnum.
Hörðu skipanirnar eru íþyngjandi fyrir nemandann en þær mjúku finnst honum af hinu góða.
Þær hörðu eru tvær, NEI og LEGGSTU sem er stoppið hjá mér. NEI er notað (hátt og kröftugt) þegar eitthvað er að gerast sem má alls ekki. T.d fara upp í garða eða árásargirnin fer úr hófi.
Skessa frá Dalsmynni
Alveg til nemendur sem heyra þessa skipun sjaldan eða aldrei.
" Leggstu" er arfur frá upphafsárum mínum í tamningu og hundurinn var látinn leggjast milli skipana.
Notist ef hann er stoppaður milli skipana ( sem er ekki sjálfgefið hjá mér) eða stoppaður til að leiðrétta eitthvað sem hann skilur ekki eða gerir vitlaust.
Núna vil ég svo hafa þá á löppunum nema allra erfiðustu.Þá læt ég leggjast milli skipana.
Mér finnst " leggstu" skipunin eftir sem áður í fullu gildi og er náttúrulega bara hljóð fyrir hundinn sem spáir ekkert í dýpri merkingu hljóðanna sem hann heyrir og vinnur eftir.
Stoppskipunin er í mínum augum þráðlaus taumur á hundinum. Lít á hunda sem ekki er hægt að stoppa með skipun stjórnlausa.
Mjúku skipanirnar leyfa hundinum að vinna.
Þrjár til að byrja með, hliðarskipanir og að ganga að fénu, reka þær til manns í upphafi.
Ég er hættur að spyrja þá sem ég tem fyrir, hvaða skipanir þeir vilji nota.
Tem hundana með stöðluðum skipunum sem eru tilbúnar í kollinum á mér. Það skiptir nefnilega máli fyrst í tamningunni að gefa skipunina á nákvæmlega réttu augnabliki.
Hvorki of snemma eða of seint svo þær skili sér í rétt hólf í hundshausnum
Ég er svo náttúrulega ekki með haus sem rúmar mjög fjölbreytt skipanasafn.
Brúnó frá Dalsmynni.
Þegar eigandinn kemur að sækja hundinn spyr ég hann hinsvegar hvaða skipanir hann noti.
Séu þær aðrar en hjá mér kenni ég honum að forrita hundinn uppá nýtt.
Það er ótrúlega fljótlegt vegna þess að ég nota ákveðið táknmál í upphafi tamningar sem hann notar til að kippa þessu í lag.
Ég bæti síðan ekki við skipanafjöldann heldur fjölga ég skipununum með því nota þær sem fyrir eru en breyti merkingu þeirra með breytingu á röddinni.
Ég fer t.d. fljótlega í að fá hundinn til að fylgja kindunum til mín á hæfilegum hraða.
Vil ekki að vera stöðugt að stoppa hann.
Þá nota ég stoppskipunina. Stoppa hann með því að gefa hana mjög ákveðið. Nota hinsvegar mildari tón til að hægja á honum.
Yfirleitt fljótlegt að samræma hraða og rödd.
Ef ég vil að hann gefi í er " nær " skipunin notuð eins, en í hina áttina.
Sama á við um hinar skipanirnar. Breytileg rödd ,breytileg vinna.+
Korka í ham.
Þetta endar svo með því í fyllingu tímans að gamli hundurinn manns skilur allt sem sagt er, nú eða hugsað.
Written by svanur
02.04.2020 21:17
Að frumtemja fjárhundsefnið.
Einfalda aðferðin sem ég nota við frumtamninguna er sirka svona.
Ein af ótal mörgum aðferðum.
Til þess að náist ásættanlegur árangur/tími við að temja hundinn í kindavinnuna, þarf að koma sér upp eftirfarandi.
1. Lágmarksþekkingu á viðfangsefninu.
2. Aðstöðu fyrir kennsluna fyrstu tímana. Rétt/gerði eða lítið fjárhólf helst með rúnnuðum hornum. ( Kindurnar geti ekki varið sig í hornum eða einhverjum útskotum.)
3. 2 - 4 þjálar kindur sem fari undan hundinum átakalaust.
Ef ekki eru slíkar kindur til á bænum er betra að venja þær með öðrum hundi sem ræður við það. Stundum þarf að hringja í vin til þess.
Sumir hvolpanna ráða við að leysa þetta en ég mæli ekki með því.
En prógrammið mitt er nokkurnveginn svona.
1. Fá hundinn til að hringfara kindurnar (í góðri vinnufjarlægð) og halda þeim að manni.
2. Kenna hundinum hliðarskipanirnar og stoppið. (Stoppskipunin mjög þýðingarmikil á sprækustu hundana)
3. Hundurinn komi með hópinn á eftir smalanum. Kenni þetta yfirleitt með hliðarskipunum.
4. Senda hann í úthlaup eftir kindunum.
Hér fyrir neðan er slóð á hund sem er á þriðja degi í tamningu .(Nýkominn til mín). Hér er hann að fara í fyrsta sinn út úr gerðinu, tilbúinn í lið 2 og 3. Þarna er verið að segja honum hvað hann er að gera. Styttist í að honum verði sagt hvað hann eigi að gera.
Ef einhverjir vilja spyrja um e.h. er hægt að adda mér á feisinu og senda einkaskilaboð eða spyrja hér.
Slóðin á myndbandið.Smella hér.
Written by svanur
- 1
- 2