Færslur: 2013 September

25.09.2013 21:10

Mistækar, ótækar og sértækar aðferðir í hundatamningum.

  Það var rennt dálítið blint í sjóinn Þegar ég ákvað að gera hundatamningar að hlutastarfi síðastliðinn vetur.

  Forsenda Þess var, að ég var kominn með inniaðstöðu til tamninganna ef eitthvað væri að veðri, en slíkt getur aðeins komið fyrir í"veðursældinni " hér á Nesinu.


 
Þegar ég fékk harðskeyttan skæruliða í nemendahópinn útbjó ég Þennan hring hér. Það voru nú ekki settar kindur í hann nema tvisvar sinnum.

 Mánaðarplanið í tamningunni var að komast með hundinn a.m.k. 25 sinnum í kindur og í rysjóttu tíðarfari hafði ég upplifað Það að stundum teygðist illilegu úr uppihaldi nemandans til að ná Þessu markmiði.

 Stundum velti ég Því fyrir mér hvað væntingar verkkauparnir hafa til svona fjárfestingar og allsendis óvíst að Þeim finnist árangurinn góður, Þó ég sé kannski himinlifandi með hvernig til hafi tekist Þessa daga.
 Og eðli málsins samkvæmt er árangurinn svo oftast í réttu hlutfalli við Það hvað býr í nemandanum .

 Þó mér finnist kaupið ekki hátt veit ég að flestir aðrir eru kannski ekki sammála mér, enda er ég mjög ákveðinn Þegar kemur að " inntökuprófi " nemendanna. Ef mér líst ekki á Það sem ég sé, finnst vanta uppá áhugann eða sé fram á mikla vinnu með vafasömum árangri
tekst mér yfirleitt að sannfæra hundseigandann um að ekki sé tímabært að kaupa " dýra" vinnu á Þennan hund.

 Skynsamlegra að bíða eftir að hann verði tilbúinn .

 Því miður er of hátt hlutfall í B C ræktuninni sem verður aldrei " tilbúið " .

 Planið í ársbyrjun var að dúlla við Þetta fram í miðjan apríl og loka svo sjoppunni fram á haustið.

 Það gekk ekki.

 Þá var málinu lent með Því ég myndi taka inn í 5 - 8 daga tamningu, hunda sem eigendurnir myndu síðan halda áfram með um sumarið.

 Þeir yrðu teknir í " sértæka " meðferð.

 Hún fólst í Því að farið yrði með nemendurna í kindur 3 -4 sinnum á dag.

Tíminn sem fer í hverja kennslustund í svona prógrammi er mismunandi, en Það er grundvallaratriði að hætta meðan Þetta er skemmtilegt.

 Annað grundvallaratriði er trúlega að Þetta gengur ekki fyrir hunda sem Þarf að kenna hluti sem velræktuðu eintaki er í blóð borið.

 En niðurstaðan hjá mér eftir sumarið er sú að árangurinn sé alveg með ólíkindum.

Mér fannst vikan stundum vera að skila árangri sem slagaði vel uppí mánaðarprógrammið í vetur.
 Trúlega yrði nú hrun í eftirspurninni ef ætti að verðleggja vikuna með Það í huga emoticon ?


Já, nú er Það spurningin hvaða aðferðarfræði verður ofaná í vetur emoticon ?
 

20.09.2013 21:43

Réttar græjur, innrásarlið og tímatökur.

 Það skiptir engu hvort verið er að byggja hús, bauka í viðhaldi Þess eða gera við véladótið. Allt gengur betur ef réttu verkfærin eru við hendina.

 Ég fór og tók til í skógræktinni hjá nágrannanum í morgunsárið.



 Það tók mig 2 mínútur að raða upp Þessum léttu og meðfærilegu grindum frá Jötunn Vélum.



 Það tók Korku og Smala örfáar mínútur að ná kindunum saman og sýna Þeim hverjir væru búnir að taka yfir stjórnina.



 Svo var bara rölt á undan hópnum niður að kerrunni til að loka henni Þegar búið væri að lesta hana með innrásarliðinu.



 Já, Það tók síðan um 6 mínútur að koma Þessum 13 kindum í kerruna og ganga frá grindunum.


 Ætli Það hafi bara ekki farið mesti tíminn í tímatökurnar.  ;)

19.09.2013 07:53

Ekki alltaf jólin í bygginu.


  Það má segja að í byggúthaldinu Þetta sumarið eigi vel við málshátturinn að sjaldan sé ein báran stök.

 Sáningin var á seinni skipunum í blauta og kalda akrana og rigningarkaflinn sem stóð frá miðjum maí fram í júni var boðberi Þess sem koma skyldi.

 Mýrarakrarnir sem hafa verið gulls ígildi liðin Þurrkasumur, snerust nú í öndverðu sína enda byggjurtin Þekkt fyrir allt annað en Þolgæði í bleytunni.



 Og við hér á vesturslóð sem erum löngu hættir öllu bjartsýnistali um væntanlegar uppskerutölur vitum ekki hvort við eigum að hafa meiri áhyggjur af blautum ökrum eða byggi, sem mótmælir önugu tíðarfari með Því að ljúka ekki Þroskaferlinu, svo Það verði tækt í Þurrkunina.



 Akrarnir eru grænköflóttir yfir að líta og í norðanhvellinum brotnuðu stönglarnir á Því sem farið var að gulna en græni hlutinn sem enn bíður eftir sumri og sól stóð veðrið af sér. 

  Nú er góð frostnótt Það sem vantar til að koma ökrunum í vetrarhaminn.

 Þá er eftir að kanna flotið í Þreskigræjunni sem hefur nú marga fjöruna sopið síðustu 10 haustin.



 Stundum ótrúlegt hvað hún hefur náð að svamla um.



 En byggræktendur hafa líka marga fjöruna sopið og í svona árferði  er bara að láta sig dreyma um betri tíð með blóm í haga.



Olsok akur 5 -.9- 2009 sem ekki var tilbúinn.

   Kannski næsta ár verði í líkindum við Þetta sem var Þó ekkert sérstakt.
Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 6132
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 659634
Samtals gestir: 58326
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 13:53:04
clockhere