Færslur: 2016 Febrúar

15.02.2016 20:40

Útskriftardagur er málið.

     Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig hundatamning skilar sér til eigandans, ekki síst til þeirra sem hafa kannski ekki reynslu af tömdum hundum.

 Oft geri ég myndbönd sem sýna út á hvað tamningin gengur.  

Stundum með nokkrum útskýringum á hvað beri að varast eða leggja áherslur á í framhaldinu.

Allt góðra gjalda vert en ???

 Á sunnudaginn setti ég upp dagsnámskeið með eigendum 7 hunda sem ég hef tamið, mismikið að vísu.


        Brúnó frá Dalsmynni   og Bassastaðabóndinn höfðu báðir gott af deginum þó allt hefði verið í góðum gír hjá þeim.

 Fjórir þessara hunda voru frá mér, þrír afhentir um 9 vikna, til handvalinna kaupenda sem keyptu síðan mánaðartamningu í fyllingu tímans.


 Máni frá Dalsmynni  sem var búinn að vera  viku hjá hugsanlegum kaupanda, vann fyrir hann með miklum tilþrifum.

Þann fjórða hafði ég alið upp og tamið töluvert.  Hann var búinn að vera í viku reynsluvist hjá hugsanlegum kaupanda sem var mættur til að vinna með hann á námskeiðinu.

 Hin þrjú höfðu verið í tamningu hjá mér frá 1 - 4 vikur.

 Þetta fannst mér alveg sérstaklega velheppnað uppátæki.

 Ekki síst fyrir mig, að kynnast því rækilega að þetta er ekki einfalt mál hvorki fyrir eigandann né hundinn. 


 Rollunum var nú farið að finnast þetta orðið gott, um það er lauk.                    Lilli frá Dalsmynni þurfti að vinna úr því.

Eigandann að átta sig á hvernig ætti að vinna þetta  og hundinn að vera að hlusta á allt aðra rödd og áherslur  en notað hafði verið við tamninguna.


 Dagbjartur á Hrísum mætti með Frekju sína  frá Hrísum, nýútskrifaða eftir viku tamningu. Snilldarpar þar á ferðinni.

 Já, ég sannfærðist um það að í langflestum tilvikum er full þörf á því að fá eigendur tamingadýra frá mér,  á námskeið eða í heimsókn til að slípa þá/þau almennilega saman.
  • 1
Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 6132
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 659697
Samtals gestir: 58326
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 14:14:19
clockhere