Færslur: 2016 Nóvember

30.11.2016 20:47

Að tryggja fjárhundinn.

Eitt af alltof mörgum áhugamálum sem hafa fylgt mér nokkuð lengi er að geta tryggt hundana mína.  

 Vildi bara geta gengið inn í tryggingarfélagið mitt og tryggt smalahundinn rétt eins og smalaklárinn.
  Þegar ég fór að kanna þetta fyrir  svona 10 árum var mér bent kurteislega á að til þess að geta tryggt hund yrði hann að vera skráður í HRFÍ o.sv.frv. 
 Impraði á þessu öðruhvoru  við þjónustufulltrúann minn  sem var mér algjörlega samála. 
 Hún hélt málinu síðan við með umræðu við þungavigtarliðið á höfuðstöðvunum en komst ekkert áfram. 

  Fyrir 4 árum þegar Korka var farin að sýna hvað í henni bjó  og ég hafði misst föður hennar Tinna frá Staðarhúsum í slysi,,ákvað ég að herða róðurinn.  Það endaði með því að ég komst í beint samband við aðalhundakonu tryggingarfélagsins míns.  
 Sú upplýsti mig fljótlega í samtalinu um að hún væri stjórnarmaður í HRFÍ og gjörþekkti málaflokkinn. 
  Óþarft er að tíunda viðhorf HRFÍ til BC fjárhunda sem ræktaðir eru án þeirrar handleiðslu enda áttaði ég mig fljótt á því hvernig okkar samskipti myndu enda. 

 Hún féllst þó á það að eðlilegt væri að bændur gætu tryggt fjárhundana sína.
    Svona fyrir hvolpsverðinu og uppeldiskostnaði, annað væri erfitt að samþykkja. 

  Skyldi því, ja- talsvert mikið í milli í verðmætamati okkar á góðum fjárhundi.

  Lauk þar með tilraunum mínum til fjárhundatrygginga í það sinn. 

  Nú kom að því að ég fer að selja tamda hunda.  Verðmætið var misjafnt en varð fljótlega það hátt að kaupendum var ráðlagt að tryggja þá ef það næðist. 
 
 Þá gerðist það að þegar hamingjusamur hundseigandi birtist með reikning fyrir smalahundi var hann tryggður vafningalaust eða lítið  Þetta þótti mér firn mikil  en ánægjuleg  og fljótlega þróaðist þetta þannig að tamdir hundar voru seldir með heilbrigðisskoðun dýralæknis og reikningi og dugði þetta til tryggingar hundsins.  

Í sumar kom svo að því að ég flutti inn taminn hund. 



 Þetta var töluverð fjárfesting og  dálítið hærri tölur en sjást í hundabraski  hér innanlands.  
  Samkomulag sem ég taldi mig hafa við tryggingarfélagið mitt stóðst ekki þegar á reyndi og lauk þeim samningum með því að mér var boðin trygging sem átti að vera algjört þak á "markaðsvirði " taminna fjárhunda. 

Rétt að taka fram að " þakið " var mjög ásættanleg upphæð  að mínu mati fyrir innanlandsmarkaðinn.

  Já " markaðsvirði"  er lausnarorð sem mikið er notað hjá agentum tryggingarfélaga í verðlagningu fjárhunda. 
  Nú stóð svo heppilega á að komið var að nokkuð reglulegu útboði trygginga hjá búinu.  
Drifið var í lokuðu útboði til 3 félaga og þar var  m.a. hundurinn góði settur á föstu verði með tilheyrandi útskýringum. 
  Niðurstaðan úr útboðinu var sú að búið er komið með hagstæðan tryggingarpakka, Sweep tryggður í bak og fyrir og fullt samkomulag um  aðrar hundatryggingingar sem óskað yrði eftir. 

  
   

  Það var ekki slæm tilfinning þegar ég renndi við hjá nýjum umboðsmanni á föstudaginn,  dró heilsufarsvottorð fyrir hana Korku mína upp og gekk frá tryggingu fyrir hana . 
  Líftryggingu, sjúkrakostnaðartryggingu  og ræktunartryggingu. 

  Reyndar er hún ómetanleg svo líftryggingarupphæðin var mjög hófleg.emoticon  Það var kannski sjúkrakostnaðartryggingin sem ég var mest að spá í eftir að hafa heyrt ótal hryllingssögur um þann málaflokk hjá kollegum.

 Nú , svo er bara að vona að aldrei muni reyna á tryggingarnar emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 358
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 6132
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 659804
Samtals gestir: 58326
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 14:35:20
clockhere